Kærur og málsmeðferð
Þú getur kært ákvörðun HMS til úrskurðarnefnd velferðarmála. Frestur til að kæra er 3 mánuðir frá því að þér var tilkynnt ákvörðun HMS.
Nefndin er sjálfstæð kærunefnd sem kveður upp úrskurði í kærumálum á sviði velferðarmála. Þar á meðal um ágreining varðandi húsnæðisbætur. Málsmeðferð fyrir nefndinni er ókeypis.
Kæra til úrskurðarnefndar velferðamála
Málsmeðferð fyrir kærunefnd
Þegar kæra berst nefndinni óskar hún eftir öllum gögnum í málinu frá HMS. Þá fær HMS frest til að skila inn umsögn þar sem fram koma málavextir og lagarök fyrir ákvörðun HMS.
Nefndin sendir kæranda afrit af gögnum málsins og gefur honum færi á að kynna sér málsgögn og tjá sig um umsögn HMS. Þegar allar upplýsingar eru taldar liggja fyrir er málið tekið til úrlausnar og úrskurður í málinu kveðinn upp .
Úrskurðarnefndin leitast við að kveða upp úrskurð innan 3 mánaða eftir að henni berst mál. Ákvörðun HMS er gild þar til úrskurðað er um annað.
Úrskurðir
Úrskurðir nefndarinnar eru birtir á vef stjórnarráðsins. Nöfn einstaklinga og heimilisföng koma ekki fram við opinbera birtingu á úrskurðum nefndarinnar.
Ef þú ert ekki sammála úrskurði nefndarinnar geturðu kvartað til Umboðsmanns Alþingis eða farið með málið fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
Lög
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun