Á hverju ári er reiknað lokauppgjör húsnæðisbóta fyrir árið á undan. Uppgjörið er reiknað þegar staðfest skattframtal liggur fyrir. Oftast næst það um mánaðamót maí-júní.
Ef tekjur og eignir hafa breyst getur verið að þú eigir inni bætur eða þurfir að greiða til baka.
Inneign
Inneignir eru greiddar inn á þinn persónulega bankareikning sem er skráður í umsókninni um bætur.
Skuld
Ef þú ert enn að fá húsnæðisbætur dragast ofgreiddar bætur sjálfkrafa frá næstkomandi bótum. Aldrei er dregið frá meira en 25% af bótum í hverjum mánuði. Þú getur líka óskað eftir að fá innheimtukröfu og borga alla skuldina strax.
Ef þú færð ekki lengur húsnæðisbætur geturðu óskað eftir greiðsludreifingu á allt að 12 mánuði. Hver greiðsla þarf að vera 10.000 krónur eða hærri.
Tekjumörk og upphæðir húsnæðisbóta árið 2023
Fjöldi heimilisfólks | Neðri tekjumörk á mánuði | Efri tekjumörk á mánuði | Hámarks bótafjárhæð á ári | Hámarks bótafjárhæð á mánuði |
---|---|---|---|---|
1 | 449.082 kr. | 818.473 kr. | 487.596 kr. | 40.633 kr. |
3 | 593.947 kr. | 1.082.501 kr. | 644.892 kr. | 53.741 kr. |
3 | 695.353 kr. | 1.267.316 kr. | 754.992 kr. | 62.916 kr. |
4+ | 753.299 kr. | 1.372.926 kr. | 817.908 kr. | 68.159 kr. |
Eignamörk ársins 2023:
Neðri skerðingarmörk: 8 milljónir.
Efri skerðingarmörk: 12,8 milljónir.
Lokauppgjör spurt og svarað
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun