Fara beint í efnið

Forsendubreytingar

Ef forsendur útreikninga á húsnæðisbótum breytast getur upphæðin breyst. Þá er best biðja um endurútreikning svo að þú lendir ekki í að þurfa að greiða til baka ofgreiddar bætur.

Dæmi um forsendubreytingar:

  • Heimilisfólki fjölgar eða fækkar.

    Hægt er að breyta heimilisfólki inni á Mínum síðum HMS.

  • Barn verður 18 ára.

    Barnið þarf að skrá sig inn á Mínar síður HMS og gefa sitt samþykki.

  • Tekjur eða eignir breytast.

    Endurreikna þarf upphæð bóta.

  • Leigutíma lýkur.

    Þarf að láta HMS vita um endurnýjun samnings, nýja íbúð eða uppsögn á umsókn.

Umsókn um húsnæðisbætur