Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þú getur reiknað áætlaðar húsnæðisbætur sem þú átt rétt á með reiknivél húsnæðisbóta.

Ef þú ert ósammála ákvörðun um upphæð bóta geturðu óskað eftir endurútreikningi. Þá sendirðu rökstuðning og fylgigögn gegnum Mínar síður HMS eða með tölvupósti á hms@hms.is.

Óskertar húsnæðisbætur

Óskertar bætur miða við að tekjur séu lægri en neðri tekjumörk og eignir lægri en skerðingarmörk.

Húsnæðisbætur geta aldrei verið hærri en 75% af leiguverði.

Skattframtal þarf að vera í skilum til að hægt sé að reikna bæturnar.

Ef einhver á heimilinu á rétt á vaxtabótum fellur niður réttur til húsnæðisbóta.

Fjöldi heimilisfólks

Hámarksbætur á mánuði

Hámarksbætur á ári

1

50.792 kr.

609.504 kr.

2

67.553 kr.

810.641 kr.

3

78.728 kr.

944.732 kr.

4

85.331 kr.

1.023.967 kr.

5

92.442 kr.

1.109.298 kr.

6+

99.552 kr.

1.194.628 kr.

Upphæðir húsnæðisbóta eru endurskoðaðar árlega við afgreiðslu fjárlaga.

Eigna- og tekjumörk

Eignir

Samanlagðar eignir allra á heimilinu (18 ára og eldri) verða að vera undir skerðingarmörkum. Eignir eru til dæmis innistæður á bankareikning, bílar, hjólhýsi, mótorhjól, fasteignir og hlutabréfaeign.

Miðað er við nettóeign (eignir mínus skuldir) samkvæmt skattframtali.

  • Ef eignir eru lægri en neðri mörk fást óskertar bætur.

  • Ef eignir eru hærri en efri mörk þá er enginn réttur til bóta.

  • Ef eignir eru á milli neðri og efri marka eru bætur skertar hlutfallslega af upphæðinni sem fer yfir neðri mörkin.

Neðri skerðingarmörk: 13,9 milljónir.

Efri skerðingarmörk: 22,24 milljónir.

Tekjur

Tekjumörk fara eftir fjölda fólks á heimilinu.

  • Ef tekjur eru lægri en neðri tekjumörk fást óskertar bætur.

  • Ef tekjur eru hærri en efri mörk þá er enginn réttur til bóta.

  • Ef tekjur eru á milli neðri og efri marka eru bætur skertar um 11% af upphæðinni sem fer yfir neðri mörkin.

Miðað er við samanlagðar skattskyldar tekjur allra á heimilinu (18 ára og eldri) fyrir skatt.

Tekjumörk frá 1. janúar 2026

Fjöldi heimilisfólks

Neðri tekjumörk á mánuði

Efri tekjumörk á mánuði

Neðri tekjumörk á ári

Efri tekjurmörk á ári

1

524.008 kr.

985.753 kr.

6.288.094 kr.

11.829.039 kr.

2

696.930 kr.

1.311.052 kr.

8.363.165 kr.

15.732.629 kr.

3

812.212 kr.

1.527.918 kr.

9.746.546 kr.

18.335.018kr.

4

880.333 kr.

1.656.066 kr.

10.563.998 kr.

19.872.289 kr.

5

953.694 kr.

1.794.072 kr.

11.444.331 kr.

21.528.858 kr.

6+

1.027.055 kr.

1.932.077 kr.

12.324.664 kr.

23.184.919 kr.

Umsókn um húsnæðisbætur