Umsóknarkerfi Ísland.is er öflugt verkfæri til þess að færa umsóknir til hins opinbera í notendavænt stafrænt viðmót.
Umsóknarkerfi Ísland.is er hannað til þess að ná utan um allar helstu tegundir opinberra umsókna og samræma þannig upplifun notenda þvert á stofnanir. Umsóknarkerfi Ísland.is styður vel við sjálfsafgreiðslu umsókna en gerir notendum jafnframt kleift að fylgjast með framgangi sinna umsókna á einum stað, hvar og hvenær sem er á Mínum síðum á Ísland.is
Umsóknarkerfi Ísland.is - myndband
Einfalt ferli til að stafvæða umsóknir
Kerfið hentar fyrir allar þær stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti.
Um leið er verið að samnýta fjárfestingu í tæknilegum innviðum, hönnun og aðgengi til hagræðis fyrir allar stofnanir og sveitarfélög.
Ávinningur stofnana felst í:
Ábyrgð og eignarhald á þjónustu sem færð er yfir í umsóknarkerfið er áfram hjá stofnuninni. Við innleiðinguna eru sett upp samskipti milli innra kerfis stofnunarinnar og viðmótsins á Ísland.is.
Dæmi um umsóknir
Umsóknarkerfi Ísland.is er hannað til þess að ná utan um allar tegundir opinberra umsókna og þjónustu. Dæmi um mismunandi flokka sem umsóknarkerfið getur sinnt:
Með notkun umsóknarkerfisins geta stofnanir farið að veita hvers kyns vottorð eða staðfestingar á skráningu til notenda í sjálfsafgreiðslu og sparað þannig tíma starfsfólks og notenda við afgreiðsluna. Með tengingu við greiðslugátt og afhendingu í stafrænt pósthólf á Ísland.is er gengið frá umsókn, greiðslu og afhendingu vottorða í einu og sama sjálfvirka ferlinu.
Dæmi um slíkar umsóknir eru umsóknir um sakavottorð, skuldleysisvottorð og veðbókavottorð.
Umsóknarkerfið býður upp á sjálfvirknivæðingu í leyfisveitingu, þar sem forsendur leyfisins eru skoðaðar samhliða því að notandi sækir um og sjálft leyfið afhent samstundis ef notandinn uppfyllir öll skilyrði. Þær reglur sem gilda um veitingu leyfisins eru byggðar inn í umsóknarflæðið og notandinn upplýstur á mannamáli um ástæður þess að ekki er hægt að veita leyfið ef svo ber undir. Með tengingu við greiðslugátt og afhendingu í stafrænt pósthólf er gengið frá umsókn, greiðslu og afhendingu leyfisins í einu og sama sjálfvirka ferlinu.
Dæmi um slíkar umsóknir er t.d. umsókn um leyfi til setu í óskiptu búi, málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi og leyfi til einkaskipti á dánarbúi.
Með umsóknarkerfinu geta stofnanir gert notendum kleift að gera breytingar á eigin skráningu í grunnskrám stofnunarinnar þar sem núverandi skráning og reglur um breytingar eru teknar inn í umsóknarflæðið og notandinn leiddur í átt að þeirri breytingu sem hann vill gera. Þurfi að kalla til þriðja aðila til álits eða samþykkis á breytingunni, býður umsóknarkerfið upp á að viðkomandi taki sér hlutverk í umsókninni og falli þannig inn í flæðið ásamt notandanum.
Dæmi um slíkar umsóknir eru umsóknir um breytingar á umráðamanni eða meðeiganda ökutækis og afskráning á ökutækjum.
Umsóknarkerfið gerir stofnunum kleift að bjóða upp á móttöku erinda þar sem notandi getur nálgast, séð og fylgst með stöðu síns erindis eftir að það er tekið til vinnslu. Undir erindi geta fallið, tilkynningar, kvartanir eða beiðnir þar sem taka þarf á móti upplýsingum eða gögnum frá notendum til vinnslu hjá stofnuninni.
Dæmi um slíkar umsóknir eru tilkynning um umráðaskipti ökutækis og kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.
Umsóknarkerfið er með beintengingu við staðgreiðslugátt þar sem notendur geta greitt fyrir opinbera þjónustu með debet- eða kreditkorti. Reikningur og greiðsla bókast samstundis og sjálfvirkt í tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR) og rafrænn reikningur verður aðgengilegur notanda undir fjármálum á Mínum síðum.
Dæmi um umsóknir sem bjóða uppá greiðslur er umsókn um afskráningu ökutækis, umsókn um sakavottorð og umsókn um ríkisborgararétt.
Með umsóknarkerfi Ísland.is má færa styrkumsóknir yfir í notendavænt og einfalt viðmót þar sem gögnum um umsækjanda er safnað með beinum samskiptum við grunnskrár ríkisins og þannig dregið verulega úr afgreiðslutíma og handavinnu. Í þeim tilfellum þar sem úthlutunarreglur eru skýrar og gögnin til staðar, má framkvæma styrkbeiðnirnar í sjálfsafgreiðslu og afhenda niðurstöður í stafrænt pósthólf á Ísland.is.
Dæmi um slíkar umsóknir eru umsókn um rafbílastyrk og umsókn um styrk úr Framkvæmdarstjóði ferðamannastaða.
Umsóknarkerfi Ísland.is hentar fyrir allar þær stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti.
Með þessu móti er verið að samnýta fjárfestingu í tæknilegum innviðum, hönnun og aðgengi til hagræðis fyrir allar stofnanir og sveitarfélög. Stofnun hefur stafræna vegferð sína með því að sækja um samstarf.
Stafræna spjallið: Umsóknarkerfið Íslands.is