Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um Umsóknarkerfið

Umsóknarkerfi Ísland.is er öflugt verkfæri til þess að færa umsóknaferli hjá stofnunum og opinberum aðilum í notendavænt stafrænt viðmót.

Kerfið er hannað til þess að ná utan um allar helstu tegundir opinberra umsókna og samræma þannig upplifun notenda þvert á stofnanir. Umsóknarkerfi Ísland.is styður vel við sjálfsafgreiðslu umsókna en gerir notendum jafnframt kleift að fylgjast með framgangi sinna umsókna á einum stað, hvar og hvenær sem er á Mínum síðum á Ísland.is.

Þá auðveldar umsóknakerfið yfirsýn starfsfólks stofnana og fækkar bæði handtökum og pappírsmagni.

Nú eru um 300 umsóknaferli aðgengileg á Ísland.is.

Kynningarmyndband um Umsóknakerfi Ísland.is

Einfalt ferli til að stafvæða umsóknir

Kerfið hentar fyrir allar stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti.

Um leið er verið að samnýta fjárfestingu í tæknilegum innviðum, hönnun og aðgengi til hagræðis fyrir allar stofnanir og sveitarfélög.

Ávinningur stofnana felst í:

  • einfaldari þjónustuferlum

  • betur upplýstum notendum

  • meiri sjálfvirknivæðingu

  • rýmri tíma starfsfólks til að sinna flóknari þjónustu

Ábyrgð og eignarhald á þjónustu sem færð er yfir í umsóknarkerfið er áfram hjá stofnuninni. Við innleiðinguna eru sett upp samskipti milli innra kerfis stofnunarinnar og viðmótsins á Ísland.is.

Dæmi um umsóknir

Umsóknarkerfi Ísland.is er hannað til þess að ná utan um allar tegundir opinberra umsókna og þjónustu.

Dæmi um mismunandi flokka sem umsóknarkerfið getur sinnt:

Umsóknarkerfi Ísland.is hentar fyrir allar stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti.

Stafræna spjallið: Umsóknarkerfið Íslands.is - myndband