Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning meðeiganda ökutækis

Skráning og niðurfelling meðeiganda ökutækis

Hægt er að skrá fleiri en einn eiganda að ökutæki. Tilkynna þarf breytingu ef bæta á við meðeiganda eða fella hann niður.

Hlutverk og skyldur meðeiganda

Meðeigandi og aðaleigandi hafa sömu réttindi og skyldur. Eignarhlutfall er ekki skráð sérstaklega. Opinber gjöld eru lögð á aðaleiganda.

Skilyrði fyrir skráningu meðeiganda eru að

  • Bifreiðagjöld og önnur áhvílandi gjöld hafi verið greidd

  • Einstaklingar séu orðnir 18 ára

Ferlið

  1. Aðaleigandi fyllir út tilkynninguna og greiðir fyrir skráningu.

  2. Meðeigandi undirritar tilkynninguna rafrænt.

  3. Skráning meðeiganda er uppfærð í ökutækjaskrá.

Kostnaður

Breyting á meðeiganda kostar 1.222 krónur sem aðaleigandi greiðir við skráningu.

Breyting á röð eigenda

Ef breyta á röð eigenda þarf að tilkynna það með sérstöku eyðublaði sem skila á í frumriti til Samgöngustofu. Ekki er hægt að tilkynna það rafrænt.

Skráning og niðurfelling meðeiganda ökutækis

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa