Hægt er að skrá fleiri en einn eiganda að ökutæki. Tilkynna þarf breytingu ef bæta á við meðeiganda eða fella hann niður.
Hlutverk og skyldur meðeiganda
Meðeigandi og aðaleigandi hafa sömu réttindi og skyldur. Eignarhlutfall er ekki skráð sérstaklega. Opinber gjöld eru lögð á aðaleiganda.
Skilyrði fyrir skráningu meðeiganda eru að
Bifreiðagjöld og önnur áhvílandi gjöld hafi verið greidd
Einstaklingar séu orðnir 18 ára
Ferlið
Aðaleigandi fyllir út tilkynninguna og greiðir fyrir skráningu.
Meðeigandi undirritar tilkynninguna rafrænt.
Skráning meðeiganda er uppfærð í ökutækjaskrá.
Kostnaður
Breyting á meðeiganda kostar 1.222 krónur sem aðaleigandi greiðir við skráningu.
Breyting á röð eigenda
Ef breyta á röð eigenda þarf að tilkynna það með sérstöku eyðublaði sem skila á í frumriti til Samgöngustofu. Ekki er hægt að tilkynna það rafrænt.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa