Ef þú ert ekki með rafræn skilríki eða getur ekki tilkynnt um eigendaskipti rafrænt, er mögulegt að skila tilkynningu um eigendaskipti á pappírsformi í afgreiðslu Samgöngustofu.
Nýtt verklag við móttöku eigendaskipta á pappírsformi tekur gildi þann 1. maí 2025 og er eftirfarandi:
Skil á tilkynningu
Seljandi og kaupandi fylla út eigendaskiptatilkynningu og undirrita hana, ásamt meðeiganda og umráðamanni ef við á.
Tilkynningin þarf að vera vottuð af tveimur einstaklingum sem hafa náð 18 ára aldri.
Tilkynningu skal skilað í frumriti til Samgöngustofu innan 7 daga.
Staðfesting auðkennis
Ef kaupandi og seljandi mæta báðir á staðinn og framvísa gildum skilríkjum eru eigendaskiptin eru skráð á staðnum.
Ef annar hvor eða hvorugur aðilinn er viðstaddur eða ekki með gild skilríki er tilkynning send í stafrænt pósthólf kaupanda og seljanda á Ísland.is. og fá báðir aðilar sjö daga frest til að mótmæla eigendaskiptunum með því að óska eftir breytingalás á ökutæki eða kennitölu kaupanda.
Mótmæli innan sjö daga
Staðfesting eigendaskipta
Að lokinni skráningu fá bæði kaupandi og seljandi tilkynningu í stafrænt pósthólf á Ísland.is með öllum helstu upplýsingum um skráninguna.
Gölluð eigendaskipti
Ef Samgöngustofa hefur athugasemdir vegna tilkynningar um eigendaskipti, eða tilkynningin er ekki rétt útfyllt, er ekki hægt að skrá eigendaskiptin. Í slíkum tilvikum er sendur tölvupóstur eða bréf til viðkomandi þar sem útskýrt er hvað þarf að laga. Gefinn er tveggja mánaða frestur til að lagfæra það sem amar að. Ef það tekst ekki innan þess tíma er beiðninni um skráningu hafnað.
Kaupsamningur og afsal
Kaupsamningur og afsal er á milli kaupanda og seljanda sem staðfesting á viðskiptum þeirra á milli. Þau skjöl þurfa ekki að berast Samgöngustofu.