Þegar skipt er um eiganda ökutækis þarf að tilkynna um eigendaskiptin til Samgöngustofu.
Hafa skal í huga áður en eigendaskipti eru tilkynnt að fara vel yfir veðbönd, tjónaferil og fleiri atriði sem útlistað er í grein um kaup og sölu ökutækis.
Ferlið
Tilkynna þarf um eigendaskipti innan 7 daga frá kaupum.
Seljandi fyllir út tilkynninguna og greiðir fyrir skráningu.
Kaupandi/meðeigandi/umráðamaður undirritar tilkynninguna rafrænt.
Eigendaskiptin eru sjálfkrafa skráð í ökutækjaskrá.
Kostnaður
Eigendaskipti kosta 2.872 krónur sem seljandi greiðir við skráningu.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa