Fara beint í efnið

Einkaskipti á dánarbúi

Eingöngu er hægt að sækja um rafrænt ef allir erfingjar hafa náð 18 ára aldri og eru ekki með skipaðan málsvara eða lögráðamann. Umsókn á pdf formi.

Erfingjar geta óskað eftir að fá leyfi til einkaskipta á dánarbúi. Athygli er vakin á því að með því að fá leyfi til einkaskipta eru erfingjar að taka ábyrgð á öllum eignum og skuldum látna.

Erfingjar þurfa innan fjögurra mánaða frá andláti að taka afstöðu til þess í hvaða farveg skiptin eiga að fara.

Erfingjar geta fengið heimild hjá sýslumanni til að kanna eigna- og skuldarstöðu látna áður en ákvörðun er tekin um að óska eftir leyfi til einkaskipta. Í síðasta skattframtali hans eru upplýsingar um eigna- og skuldastöðu.

Fylla þarf út beiðni um leyfi til einkaskipta og skila henni undirritaðri til sýslumanns þar sem skiptin fara fram. Á beiðnina skal fylla út upplýsingar um allar eignir og skuldir látna á dánardegi. Hafi látni verið í hjúskap þarf einnig að fylla út hjúskapareignir og skuldir eftirlifandi maka nema um séreignafyrirkomulag sé að ræða.

Ef erfingi er barn undir 18 ára aldri þurfa forsjáraðilar þess að undirrita beiðni um leyfi til einkaskipta. Ef forsjáraðilar eru tveir þurfa báðir að undirrita.

Sýslumaður fer yfir beiðnina og gefur út leyfi séu skilyrði uppfyllt.

Leyfið er sent til allra erfingja í stafrænt pósthólf á Ísland.is og frumrit afhent eða sent í pósti ef óskað er.

Ekkert gjald þarf að greiða þegar beiðni um leyfi til einkaskipta er lögð fram hjá sýslumanni.

Eftir að leyfi hefur verið gefið út geta erfingjar hafist handa við að skipta dánarbúinu, þar með talið að selja eignir.

Framtalsskylda dánarbús hvílir á erfingjum ef dánarbúi er skipt einkaskiptum. Sjá nánar á vef Skattsins.

Leiðbeiningar um útfyllingu á beiðni um leyfi til einkaskipta

Kæruheimild

Ákvarðanir sýslumanns varðandi beiðni um leyfi til einkaskipta geta verið kæranlegar til héraðsdóms.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15