Einkaskipti á dánarbúi
Hvað felst í leyfi til einkaskipta
Leyfi til einkaskipta
Í leyfi til einkaskipta kemur meðal annars fram:
hverjir eru erfingjar látna
hversu langan frest erfingjar hafa til að ljúka skiptum. Hann er almennt ekki lengri en eitt ár frá andláti.
sérstök skilyrði sem sýslumaður hefur sett fyrir veitingu leyfisins, ef það á við.
hver er umboðsmaður erfingja við skiptin.
Sýslumanni er heimilt að lengja frest til að ljúka einkaskiptum eftir skriflegri og rökstuddri beiðni erfingja.
Hvað felst í leyfi til einkaskipta á dánarbúi
Þegar leyfi til einkaskipta hefur verið gefið út geta erfingjar eða umboðsmaður dánarbúsins ráðstafað öllum eignum úr dánarbúinu til dæmis fasteignum, ökutækjum og bankainnistæðum.
Þangað til erfingjar fá einkaskiptaleyfi er eingöngu heimilt að greiða útfararkostnað af bankainnistæðum látna. Sá sem sér um að greiða kostnað vegna útfarar getur fengið heimild hjá sýslumanni.
Meðferð eigna dánarbúsins
Erfingjum er ekki heimilt að ráðstafa eignum látna fyrr en eftir útgáfu einkaskiptaleyfis. Umboð sem látni hefur gefið vegna bankareikninga fellur niður við andlát.
Aðstandendur verða að varðveita eignir svo sem fasteignir, bifreiðar og fleira og mega hafa afnot af þeim til daglegra þarfa með sambærilegum hætti og áður.
Þjónustuaðili
Sýslumenn