Opinber skipti dánarbús
Dánarbúi er skipt opinberum skiptum þegar ekki eru skilyrði til að ljúka skiptum með öðrum hætti eða ef erfingi/erfingjar vilja fara þá leið.
Hver erfingi fyrir sig á rétt á því að krefjast þess að opinber skipti fari fram og nægir að einn þeirra biðji um það.
Héraðsdómur úrskurðar um það hvort dánarbú verður tekið til opinberra skipta og skipar skiptastjóra fyrir dánarbúið.
Hverjir geta krafist opinberra skipta.
Erfingjar
Sýslumaður
Sambúðarmaki
Skuldheimtumenn og gjafþegar samkvæmt erfðaskrá
Erfingjar og sýslumaður geta krafist opinberra skipta á dánarbúi fyrir héraðsdómi.
Hvernig er farið fram á opinber skipti.
Erfingi getur sent yfirlýsingu til sýslumanns um að hann muni ekki óska eftir leyfi til einkaskipta á dánarbúi látna. Sýslumaður mun þá krefjast opinberra skipta á dánarbúinu ef ekki eru skilyrði til að loka því á grundvelli eignaleysis. Nægilegt er að einn erfingi sendi inn yfirlýsingu.
Hér er hægt að fylla út yfirlýsingu og undirrita rafrænt:
Ef erfingjar hafa þegar fengið útgefið leyfi til einkaskipta á dánarbúinu verður erfingi sjálfur að senda kröfu um opinber skipti til héraðsdóms.
Ef erfingi/erfingjar fara sjálfir fram á opinber skipti þarf að senda skriflega kröfu um opinber skipti til héraðsdóms í umdæmi þar sem látni átti lögheimili.
Með kröfu um opinber skipti til héraðsdóms þurfa að fylgja eftirfarandi gögn:
yfirlit um framvindu skipta hjá sýslumanni
afrit af öllum gögnum málsins hjá sýslumanni
staðfest afrit af erfðaskrá
önnur gögn sem krafan er studd við
Senda skal sýslumanni samrit af kröfu um opinber skipti.
Þjónustuaðili
Sýslumenn