Fara beint í efnið

Opinber skipti dánarbús

Ferill hjá héraðsdómi

Héraðsdómur fer yfir kröfu um opinber skipti á dánarbúi og boðar aðila málsins til þinghalds vegna hennar.

Héraðsdómari úrskurðar um hvort dánarbúið verði tekið til opinberra skipta og skipar skiptastjóra fyrir dánarbúið.

Ef kröfu um opinber skipti er mótmælt getur þurft að reka ágreiningsmál um hana í héraðsdómi.

Skiptastjóri boðar aðila málsins á skiptafund eins fljótt og kostur er og upplýsir aðila um framhald skiptanna. Skiptastjóri er í fyrirsvari fyrir dánarbúið og sér um allar ráðstafanir sem þarf að gera vegna þess.

Erfingjar geta lýst yfir við skiptastjóra að þeir taki ekki ábyrgð á skuldbindingum búsins. 

Opinberum skiptum getur lokið með því að skiptastjóri úthlutar arfi til erfingjanna. Skiptastjóri skilar þá erfðafjárskýrslu ásamt frumvarpi til úthlutunar úr búinu til sýslumanns og greiðir erfðafjárskattinn.

Ef eignir dánarbús duga ekki fyrir skuldum er dánarbúið meðhöndlað eins og gjaldþrotabú. Skiptastjóri tilkynnir héraðsdómi þá skriflega um skiptalokin og sendir sýslumanni afrit.

Opinber skipti að kröfu erfingja

Erfingi getur sjálfur sent kröfu um opinber skipti til héraðsdóms.

Æskilegt er að erfingi leiti aðstoðar hjá lögmanni til að útbúa kröfu um opinber skipti á dánarbúi.

Ástæður þess að erfingi krefst opinberra skipta geta til dæmis verið að:

  • erfingjar geta ekki óskað sameiginlega eftir leyfi til einkaskipta.

  • erfingi vill ekki taka ábyrgð á skuldum og skuldbindingum hins látna.

  • erfingi telur ekki unnt að leysa úr ágreiningi sem er kominn upp í einkaskiptum.

Erfingi sem krefst opinberra skipta getur þurft að leggja fram tryggingu fyrir kostnaði af skiptunum.

Opinber skipti að kröfu sýslumanns

Erfingjar hafa 4 mánuði frá andláti til að ákveða hvernig dánarbúinu verður skipt. Erfingjar geta á þeim tíma:

  • lýst yfir eignaleysi dánarbúsins.

  • óskað sameiginlega eftir einkaskiptaleyfi.

  • óskað eftir leyfi til setu í óskiptu búi (eingöngu maki).

Hafi erfingjar ekki hafist handa við skiptin innan 4 mánaða sendir sýslumaður áskorunarbréf í stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Sýslumaður getur þurft að krefjast opinberra skipta á dánarbúi ef 4 mánuðir eru liðnir frá andláti og erfingjar hafa ekki orðið við áskorun um að hefjast handa við skipti á dánarbúinu.

Kostnaður við opinber skipti

Greiða þarf þingfestingargjald kr. 20.000 til héraðsdóms þegar krafa um opinber skipti er lögð fram.

Þóknun skiptastjóra er greidd af eignum dánarbúsins ef einhverjar eru, annars skiptabeiðanda. 

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15