Fara beint í efnið

Eignalaust dánarbú

Ef hinn látni átti litlar eða engar eignir þegar hann lést getur erfingi undirritað yfirlýsingu um eignaleysi dánarbúsins og fengið heimild til að taka út af bankareikningum eða selja bifreið til að greiða útfararkostnað. 

Afhenda þarf sýslumanni eftirfarandi gögn sem staðfesta eignaleysi:

  • Þrjú síðustu skattframtöl hins látna

  • Yfirlit um stöðu bankareikninga á dánardegi

  • Önnur gögn ef við á um verðmat á bifreið. 

Erfingi getur fengið heimild hjá sýslumanni til að afla upplýsinga um fjárhag dánarbúsins. Þegar dánarbúi er lokið sem eignalausu bera erfingjar ekki ábyrgð á skuldum hins látna.

Ekki er hægt að lýsa yfir eignaleysi ef einhverjar eignir eru til staðar, þrátt fyrir að skuldir séu meiri en eignir. Annað gildir um veðkröfur, en heimilt er að taka tillit til áhvílandi veðskulda þegar metið er hvort bú er eignalaust. Sá sem lýsir yfir eignaleysi þarf þá alltaf að taka yfir þær veðskuldbindingar sem hvíla á viðkomandi eign gegn því að fá hana framselda til sín.

Sýslumaður getur einnig kannað fjárhag dánarbús og lokað sem eignalausu ef enginn erfingja lýsir yfir eignaleysi. 

Þjónustuaðili

Sýslu­menn