Einkaskipti á dánarbúi
Sérstakir lögráðamenn og málsvarar
Hvenær er þörf á að skipa sérstakan lögráðamann eða málsvara fyrir erfingja
Sýslumaður skal skipa erfingja sérstakan lögráðamann til að koma fram fyrir hans hönd við skipti á dánarbúinu ef erfingi er ófjárráða og lögráðamaður hans á sjálfur hagsmuna að gæta af skiptunum.
Sýslumaður skal skipa erfingja málsvara til að koma fram fyrir hans hönd við skipti á dánarbúinu ef erfingi getur ekki gætt hagsmuna sinna sjálfur vegna heilsubrests eða ef ekki hefur tekist að ná sambandi við erfingja.
Skipunin fellur niður við lok skipta á dánarbúinu.
Ef erfingi getur ekki séð um sín fjármál sjálfur getur þurft að svipta hann fjárræði og skipa honum lögráðamann sem myndi koma fram fyrir hans hönd við skiptin á dánarbúinu og einnig sjá um fjármál hans eftir lok skipta.
Samþykki yfirlögráðanda
Lögráðamaður eða málsvari þarf að fá samþykki sýslumanns fyrir yfirlýsingum eða ákvörðunum sem hann gerir fyrir hönd erfingjans svo sem vegna sölu á fasteign dánarbúsins.
Þjónustuaðili
Sýslumenn