Fara beint í efnið

Lok einkaskipta

Til að ljúka einkaskiptum þurfa erfingjar að fylla út erfðafjárskýrslu og skila til sýslumanns ásamt nauðsynlegum fylgigögnum.

Þegar upplýsingar um eignir og skuldir hafa verið fylltar út í erfðafjárskýrslu kemur í ljós hver hrein eign er og hvort erfingjar þurfi að greiða erfðafjárskatt og skiptagjald. Skiptagjald er kr. 13.000.

Allir erfingja þurfa að undirrita erfðafjárskýrslu nema þeir hafi tilnefnt umboðsmann til þess að koma fram fyrir sína hönd við einkaskiptin. Þá nægir að umboðsmaður undirriti erfðafjárskýrslu. Lögráðamaður eða málsvari sem kemur fram fyrir hönd erfingja þarf einnig að undirrita, ef það á við.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þarf að panta viðtalstíma fyrirfram til að leggja fram erfðafjárskýrslu.

Einkaskiptagerð

Allar eignir látna skiptast eftir arfshlutföllum nema erfingjar semji um annað.

Erfingjar geta þurft að gera skriflega einkaskiptagerð til að útskýra nánar niðurstöðu skiptanna. Ekki er til eyðublað fyrir einkaskiptagerð en í henni þarf að koma fram:

Nafn látna, kennitala, dánardagur og heimilisfang á dánardegi.

  • Nöfn erfingja, kennitölur og heimilisföng auk upplýsinga um lögráðamenn eða málsvara ef það á við.

  • Eignir sem eru til skipta og rétt verðmæti þeirra.

  • Skuldir dánarbúsins og upplýsingar um stöðu þeirra í dag og hvað verði um þær.

  • Hvað hver og einn erfingi fær greitt út upp í sinn arfshluta.

Allir erfingja þurfa að undirrita einkaskiptagerð nema þeir hafi tilnefnt umboðsmann til þess að koma fram fyrir sína hönd við einkaskiptin. Þá nægir að umboðsmaður undirriti einkaskiptagerðina. Lögráðamaður eða málsvari sem kemur fram fyrir hönd erfingja þarf einnig að undirrita, ef það á við.

Erfðaskiptayfirlýsingar

Með erfðafjárskýrslu skulu erfingjar leggja fram erfðaskiptayfirlýsingar vegna fasteigna sem á að þinglýsa á erfingja. Einnig er hægt að leggja fram erfðaskiptayfirlýsingar vegna annarra eigna ef þörf er á.

Sýslumaður staðfestir með áritun að erfðaskiptayfirlýsing sé í samræmi við erfðafjárskýrslu eða einkaskiptagerð og að erfðafjárskattur hafi verið greiddur.

Þinglýsing erfðaskiptayfirlýsinga fer fram hjá því sýslumannsembætti þar sem fasteignin er.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15