Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Erfðafjárskýrsla

Eyðublað fyrir erfðafjárskýrslu

Við uppgjör dánarbús eða greiðslu á fyrirframgreiddum arfi, þurfa erfingjarnir að fylla út erfðafjárskýrslu og skila til sýslumanns í því embætti sem arfláti á lögheimili. 

Hægt er að leita til endurskoðenda eða lögfræðinga um aðstoð við að fylla út skýrsluna.

Uppgjör dánarbús

Nauðsynlegt er að skila skýrslunni innan árs frá andláti.

Nauðsynleg fylgigögn

Fylgigögn sem þurfa alltaf að fylgja með skýrslunni:

  • 3 síðustu skattframtöl þess látna.

  • Útprentun á stöðu bankareikninga á dánardegi að viðbættum vöxtum og verðbótum á dánardegi. Þessi gögn er hægt að nálgast í viðskiptabanka viðkomandi. 

  • Reikningar fyrir útfararkostnaði.

Aukalega

Gögn sem gætu þurft að fylgja með skýrslunni eftir því sem við á:

  • Yfirlit verðbréfaeignar á dánardegi. Þetta á einnig við um hlutabréf sem eru skráð á markaði.

  • Ef um er að ræða eign í félagi sem ekki er skráð á markað, þarf síðasti ársreikningur þess frá Skattinum að fylgja.

  • Gögn til stuðnings öðrum tilgreindum eignum eftir því sem við á.

  • Gögn til stuðnings öðrum tilgreindum skuldum eftir því sem við á, til dæmis ógreidd opinber gjöld.

Fyrirframgreiddur arfur

Nauðsynlegt er að skila inn skýrslunni á því ári sem arfurinn er greiddur út.

Fyrirframgreiddur arfur getur verið eign, hlutabréf eða peningar. Ef um hlutafé er að ræða þarf síðasti ársreikningur frá Skattinum að fylgja.

Eyðublað fyrir erfðafjárskýrslu

Þjónustuaðili

Skatt­urinn