Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Erfðafjárskattur

Erfðafjárskattur er 10% af heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta og eigna sem liggja fyrir við andlát arfleifanda að frádregnum skuldum og útfararkostnaði.

Makar og sambýlisfólk sem erfa maka sinn samkvæmt erfðaskrá þurfa ekki að greiða erfðafjárskatt.

Sýslumaður sér um innheimtu erfðafjárskatts.

Frítekjumark

Við greiðslu arfs er enginn erfðafjárskattur greiddur af fyrstu

  • 5.000.000kr af dánarbúum sem stofnuð voru 1. janúar 2021 eða síðar

  • 1.500.000kr af dánarbúum sem stofnuð voru fyrir 1.janúar 2021

Við fyrirframgreiðslu arfs er erfðafjárskattur greiddur af allri upphæðinni.

Greiðsla erfðafjárskatts

Erfðafjárskattur er greiddur samkvæmt útreikningi í erfðafjárskýrslu.

Skil á skýrslu

Erfðafjárskýrslu skal skila til sýslumanns í því embætti þar sem hinn látni átti lögheimili innan árs frá andláti.

Við útborgun á fyrirframgreiddum arfi þarf að skila skýrslunni inn á því ári sem arfurinn er greiddur út.

Greiðslufrestur

Sýslumaður fer yfir erfðafjárskýrsluna og reiknar út erfðafjárskattinn. Erfingjum er síðan tilkynnt um arfinn og þeim gert að borga erfðafjárskatt af upphæðinni.

Gefinn er 10 daga greiðslufrestur.

Vextir leggjast á skattinn 30 dögum eftir að greiðslufrestur rennur út. 

Greiðsluleiðir

Skattinn má borga á tvenna vegu

  1. á skrifstofu sýslumanna

  2. með því að millifæra á reikning sýslumanns

Ekki er sendur út greiðsluseðill í heimabanka erfingja. 

Velji fólk að millifæra er það oftast gert í einu lagi af kennitölu hins látna/arfláta. Velji erfingjar að millifæra hvert fyrir sig af eigin reikningum er mikilvægt að kennitala hins látna/arfláta komi fram í skýringu með millifærslunni. 

Lög og reglugerðir

Nánar um Dánarbú á vef Skattsins

Lög um erfðafjarskatt

Sýslumenn

Sýslu­menn