Fara beint í efnið

Erfðafjárskattur er 10%

Við uppgjör dánarbús eða fyrirframgreiðslu á arfi þarf að fylla út erfðafjárskýrslu og skila til sýslumanns þar sem skipti á dánarbúinu fara fram eða arfleifandi á lögheimili. Hægt er að fylla út erfðafjárskýrslu vegna fyrirframgreiðslu arfs rafrænt.

Almennar upplýsingar um erfðafjárskatt

Erfingjar þurfa að greiða erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum sem koma í þeirra hlut við skipti dánarbús.

Einnig þarf að greiða erfðafjárskatt af fyrirframgreiddum arfi, gjafaarfi, dánargjöfum og gjöfum þar sem gefandi hefur áskilið sér afnot eða tekjur af hinu gefna til dauðadags eða um tiltekinn tíma sem ekki er liðinn við fráfall hans.

Við uppgjör á dánarbúi má draga skuldir hins látna frá eignum. Við fyrirframgreiðslu arfs er ekki heimilt að draga skuldir frá eignum.

Af öllum fasteignum hér á landi sem eigendaskipti verða að á grundvelli lögerfða, bréferfða eða fyrirframgreiðslu arfs, á að greiða erfðafjárskatt án tillits til þess hvort látni eða sá sem greiðir út fyrirframgreiddan arf er búsettur hér á landi eða erlendis.

Ef dánarbússkipti eða fyrirframgreiðsla arfs hefur farið fram erlendis og arfláti átti fasteign á Íslandi getur þurft að skila erfðafjárskýrslu vegna fasteignarinnar til sýslumanns hér á landi og greiða erfðafjárskatt.

Ekki þarf að greiða erfðafjárskatt af:

  1. Lífeyrissparnaði sem fellur til erfingja samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, enda greiðist tekjuskattur af lífeyrissparnaðinum við úttekt. 

  2. Gjöfum og framlögum til félaga, sjóða og stofnana sem ekki reka atvinnu og hafa það eina markmið að verja hagnaði sínum til almannaheilla samkvæmt samþykktum sínum og eru skráðir á sérstaka almannaheillaskrá hjá Skattinum.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15