Fyrirframgreiddur arfur
Einstaklingur sem á fjármuni eða eignir getur ráðstafað eignum sínum með greiðslu arfs fyrir andlát sitt. Um fyrirframgreiddan arf gilda sömu lög og reglur og þegar arfur er greiddur eftir andlát.
Hverjum má fyrirframgreiða arf
Lögerfingjum sem eiga rétt til arfs samkvæmt lögum.
Bréferfingjum sem eiga rétt til arfs samkvæmt erfðaskrá.
Skattur
Erfðafjárskattur er 10% af upphæðinni hvort sem er að ræða fyrirframgreiddan arf eða arf greiddan eftir andlát.
Frítekjumark gildir ekki um fyrirframgreiddan arf.
Sé um fasteign að ræða þarf að greiða erfðafjárskatt af fullu fasteignamati. Skuldir sem hvíla á eign koma ekki til frádráttar. Það á einnig við um aðrar skuldir eða kostnað sem telst ekki frádráttarbært við fyrirfram greiðslu arfs.
Ferli
Gögn
Fylla þarf út erfðafjárskýrslu og sá sem fyrirframgreiðir arfinn þarf að skrifa undir hana ásamt öllum arfþegum.
Gögnum er skilað inn til sýslumanns í því embætti sem sá sem fyrirframgreiðir arfinn á lögheimili.
Mælt er með því að láta símanúmer og netfang tengiliðs fylgja með.
Möguleg fylgigögn
Þegar fyrirframgreiddur arfur er í formi fasteignar þarf líka að fylla út skiptayfirlýsingu og þinglýsa á eignina.
Þegar verið er að greiða bréferfingjum þarf erfðaskrá að fylgja með.
Sýslumaður fer yfir skýrsluna. Hann getur hafnað erfðafjárskýrslu ef hún stenst ekki lög eða gögn vantar, til dæmis ef verið er að gefa bréferfingjum án þess að erfðaskrá fylgi með.
Greiðsla
Sýslumaður hefur samband við greiðanda eða tengilið um að greiða skattinn með millifærslu á reikning sýslumanns í því embætti sem greiðandi arfsins býr.
Greiðandi eða tengiliður fær greiðslukvittun fyrir greiðslu skattsins ásamt erfðafjárskýrslu áritaða af sýslumanni.
Skatturinn fær afrit af erfðafjárskýrslu og er arfurinn skráður á skattaframtal bæði greiðanda og erfingja.
Greiðandi getur nú greitt út arfinn til erfingja eins og fram kom í erfðafjárskýrslunni.
Tengd lög og reglugerðir
Lög 30/1992 um yfirskattanefnd
Sýslumenn
Sýslumenn