Erfðafjárskattur
Skattfrelsismörk
Erfðafjárskattur er greiddur af hreinni eign dánarbús sem eru eignir að frádregnum skuldum og kostnaði.
Maki í hjónabandi greiðir engan erfðafjárskatt. Sama gildir um sambúðarmaka sem stofnað hefur til óvígðrar sambúðar við arfleifanda og tekur arf eftir hann samkvæmt erfðaskrá. Geta þarf um stöðu sambúðarmaka í erfðaskrá.
Erfðafjárskattur greiðist af þeirri fjárhæð sem er umfram skattfrelsismörk (óskattskyldur arfur). Erfingjar njóta skattfrelsis í hlutfalli við arf sinn. Dæmi: Óskattskyldur hluti er kr. 6.203.409. Ef arfshlutfall erfingja er 33,33% er óskattskyldur hluti hans kr. 2.067.596. Ef arfshlutfall erfingja er 22,22% er óskattskyldur hluti hans kr. 1.378.397.
Skattfrelsismörk breytast 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs og eru eftirfarandi af dánarbúum sem stofnuðust:
1. janúar 2025 til 31. desember 2025 6.498.129 kr.
Skattfrelsismörk gilda ekki um fyrirframgreiddan arf. Við fyrirframgreiðslu arfs er greiddur erfðafjárskattur af öllu verðmæti þeirra eigna sem verið er að afhenda.
Þjónustuaðili
Sýslumenn