Þau sem skila inn erfðafjárskýrslu geta í því ferli skilað inn yfirliti yfir kostnað vegna útfarar sem kemur þá til frádráttar við útreikninga á erfðafjárskatti. Til að fylla inn í yfirlitið þarftu að hafa málsnúmer dánarbúsins hjá Sýslumanni.
Meðal þess telst frádráttarbær kostnaður er:
útfararþjónusta
kista og umbúnaður
líkbrennsla
prentun og blómaskreytingar
tónlistarflutningur
salaleiga
kostnaður vegna erfidrykkju
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú fyllt eyðublaðið út á PDF hér.
Þjónustuaðili
Sýslumenn