Fara beint í efnið

Erfingjar geta óskað eftir því að sýslumaður skipi matsmann til að meta markaðsverðmæti eigna eða skuldbindinga dánarbús.

Sé almennt markaðsverðmæti fasteignar talið lægra en fasteignamat geta erfingjar óskað eftir því að sýslumaður skipi matsmann til þess að meta markaðsverðmæti fasteignarinnar. Skilyrði er að ekki sé búið að selja eignina úr dánarbúinu.

Skila þarf skriflegri beiðni til sýslumanns um skipun matsmanns þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

  • hvaða dánarbú er um að ræða og hvaða erfingi fer fram á verðmat

  • hvaða eignir eða skuldbindingar eigi að verðmeta og að hvaða marki

  • upplýsingar um aðra erfingja þess látna

Erfingi sem fer fram á verðmat ábyrgist greiðslu kostnaðar við það.

Ef sýslumaður hefur skipað matsmann til að meta markaðsverð fasteignar má skrá matsverðið á erfðafjárskýrslu í stað fasteignamats. Matið má ekki vera eldra en fjögurra vikna þegar erfðafjárskýrslu er skilað inn.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15