Fara beint í efnið

Til að sýslumaður gefi út einkaskiptaleyfi þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

1. Allir erfingjar verða að óska sameiginlega eftir leyfi til einkaskipta á dánarbúinu. Það þýðir að allir verða að vera sammála um að skipta dánarbúinu með einkaskiptum og niðurstöðu skiptanna.

2. Ef látni hefur ákveðið í erfðaskrá að dánarbúi hans skuli skipt með opinber skiptum geta erfingjar ekki óskað eftir leyfi til einkaskipta.

3. Erfingjar sem taka arf samkvæmt erfðaskrá þurfa að leggja fram frumrit af henni ef hún er ekki þegar í vörslu sýslumanns. Ef erfðaréttur er dreginn í efa getur erfingi þurfa að sanna rétt sinn, svo sem með því að leggja fram fæðingarvottorð.

4. Erfingjar lýsa því yfir í beiðni um einkaskipti að þeir viti ekki um neina aðra erfingja.

5. Erfingjar lýsa því yfir að þeir taki sjálfskuldarábyrgð á öllum skuldbindingum látna og gjöldum sem fylgja skiptunum, svo sem erfðafjárskatti.

6. Ef erfingi er ófjárráða eða með málsvara ábyrgjast aðrir erfingjar að hann muni ekki þurfa að bera ábyrgð á skuldbindingum búsins umfram arfshluta sinn.

Sýslumaður kannar hvort skilyrði séu til að gefa út leyfi til einkaskipta. Hann getur þurft að fá frekari upplýsingar eða gögn áður en hann tekur ákvörðun um hvort leyfið verði gefið út eða beiðni synjað.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15