Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rafbílastyrkir

Styrkurinn er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hvert ökutæki er bara styrkt einu sinni. Styrkurinn er greiddur til eiganda samkvæmt ökutækjaskrá.

Sækja um rafbílastyrk

Greitt verður inn á þann bankareikning sem er skráður á Mínum síðum Ísland.is. Ef enginn bankareikningur er skráður þarf að skrá hann í stillingum á Mínum síðum áður en sótt er um.

Með því að sækja um styrkinn gengst umsækjandi við reglum og skilmálum þjónustunnar.

Styrkhæfir bílar

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 8 farþega (flokkur M1)

  • sendibíla að hámarki 3,5 tonn að þyngd (flokkur N1)

  • ökutækja sem hafa verið nýskráð á Íslandi innan 12 mánaða frá umsóknardegi


Bílarnir þurfa að:

  • kosta minna en 10 milljónir

  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur


Undir það falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni

  • vetnisbílar með efnarafal

Kaup á ökutækjum í öðrum flokkum verða styrkt í gegnum sérstaka umsóknarferla og úthlutanir úr samkeppnissjóði á vegum Orkusjóðs.

Styrkupphæð - 2026

Nýskráðir á Íslandi

Til styrkhæfra ökutækja teljast ökutæki með fyrstu skráningu á Íslandi.

1. janúar 2026 breyttust hreinorkustyrkir til fólksbíla úr 900.000 kr. í 500.000 kr.

Umsóknir sem verða samþykktar eftir 1. janúar 2026 fá að hámarki 500.000 kr. jafnvel þótt ökutækið hafi verið keypt eða nýskráð fyrir áramót.

Til að sækja um styrk þarf ökutæki að vera nýskráð hjá Samgöngustofu og aðeins skráður eigandi getur sótt um.

Fyrst skráðir erlendis (innfluttir notaðir bílar)

Ökutæki sem hafa verið fyrst skráð erlendis, en eru nýskráð á Íslandi innan 12 mánaða frá fyrstu skráningu erlendis eiga rétt á 400.000 kr. styrk.

Ökutæki sem eru fyrst skráð erlendis meira en 12 mánuðum frá nýskráningu hérlendis eru ekki styrkhæf.

Nýskráðir á Íslandi

Bílar sem hafa ekki verið styrktir áður og nýskráðir árið 2024 eða síðar.

Nýskráðir hérlendis

Fólksbíll

Sendibíll

Nýr bíll, fyrst skráður á Íslandi
(innan 12 mánaða frá nýskráningu)

500.000 kr.

500.000 kr.

Fyrst skráðir erlendis

Bílar sem voru fyrst skráðir erlendis, en síðar fluttir til landsins og hafa ekki áður verið styrktir.

Aldur bifreiðar

Fólksbíll

Sendibíll

Nýskráður á Íslandi innan 12
mánaða frá fyrstu skráningu erlendis

400.000 kr.

400.000 kr.

Nýskráður á Íslandi meira en 12
mánuði frá fyrstu skráningu erlendis

0

0

Frekari upplýsingar (spurt og svarað):

Nánar um rafbílastyrki

Umsókn og greiðsla styrks

Sótt er um á Ísland.is gegnum umsóknarhnapp hér fyrir ofan.

Styrkurinn er greiddur til eiganda bílsins innan tveggja virkra daga frá umsókn.

Greitt er inn á þann bankareikning sem er skráður á Mínum síðum Ísland.is. Ef enginn bankareikningur er skráður þarf að skrá hann í stillingum á Mínum síðum áður en sótt er um.