Fara beint í efnið

Rafbílastyrkir

Styrkurinn er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hann er greiddur til eiganda bílsins samkvæmt ökutækjaskrá.

Sækja um rafbílastyrk

Greitt verður inn á þann bankareikning sem er skráður á Mínum síðum Ísland.is. Ef enginn bankareikningur er skráður þarf að skrá hann í stillingum á Mínum síðum áður en sótt er um.

Með því að sækja um styrkinn gengst umsækjandi við reglum og skilmálum þjónustunnar.

Styrkhæfir bílar

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 8 farþega (flokkur M1)

  • sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)


Bílarnir þurfa að:

  • vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024

  • kosta minna en 10 milljónir

  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur


Undir það falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni

  • vetnisbílar með efnarafal


Kaup á ökutækjum í öðrum flokkum verða styrkt í gegnum sérstaka umsóknarferla og úthlutanir úr samkeppnissjóði á vegum Orkusjóðs.

Styrkupphæð

Nýir bílar

Bílar sem eru fyrst skráðir á Íslandi.

Flokkur

Styrkupphæð

Fólksbíll

900.000 krónur

Sendibíll

500.000 krónur

Notaðir bílar

Bílar sem eru fyrst skráðir erlendis.

Flokkur

Tími frá skráningu erlendis

Styrkupphæð

Fólksbíll

innan við 1 ár

700.000 krónur

Fólksbíll

1-2 ár

600.000 krónur

Fólksbíll

2-3 ár

500.000 krónur

Fólksbíll

3-4 ár

400.000 krónur

Sendibíll

innan við 1 ár

400.000 krónur

Umsóknarferli

Opnað verður fyrir umsóknir hér á þessari síðu 1.janúar 2024.

Greiðsla styrks

Styrkurinn er greiddur til eiganda bílsins innan tveggja virkra daga frá umsókn.

Greitt er inn á þann bankareikning sem er skráður á Mínum síðum Ísland.is. Ef enginn bankareikningur er skráður þarf að skrá hann í stillingum á Mínum síðum áður en sótt er um.

Þjónustuaðili

Orku­stofnun