Fara beint í efnið

Veðbókarvottorð, upplýsingar um skuldir og skjöl á eignum

Veðbókarvottorð

Veðbókarvottorð er skjal sem segir hvaða réttindi eða skyldur hafa verið þinglýst á tiltekna eign.

Einstaklingar og prókúruhafar lögaðila geta sótt veðbókarvottorð fyrir fasteignir stafrænt. Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu veðbókarvottorð rafrænt. Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis. 

Veðbókarvottorðið er aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis. Einnig er vottorðið sent í pósthólf umsækjanda. 

  • Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.200 kr.

Þegar umsókn hefur verið kláruð eru reikningar og greiðslukvittanir aðgengileg undir Fjármál á Mínum síðum og rafrænum skjölum í öllum netbönkum. 

Algengt er að veðbókarvottorð innihaldi upplýsingar um: 

  • Lán sem hvíla á eigninni. 

  • Kvaðir sem þinglýst er á eignina. 

  • Húsaleigusamninga. 

  • Lóðarleigusamninga. 

  • Eignaskiptasamninga. 

  • Umboð fyrir aðila sem mega skrifa undir skjöl fyrir hönd eiganda. 

  • Annað sem talið er skipta mál með tilliti til skráningar réttinda. 

 
Þeir sem eru ekki með rafræn skilríki geta fengið veðbókavottorð hjá sýslumönnum.

Hver sem er getur fengið veðbókarvottorð fyrir hvaða eign sem er. Einnig er hægt að fá ljósrit einstakra þinglýstra skjala hjá sýslumönnum. 

Þegar óskað er eftir veðbókarvottorði þarf viðkomandi að vita heiti og fastanúmer eignar, skipaskrárnúmer eða skráningarnúmer ökutækis eftir því sem við á.

Veðbókarvottorð

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15