Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Veðbókarvottorð, upplýsingar um skuldir og skjöl á eignum

Veðbókarvottorð er skjal sem segir hvaða réttindi eða skyldur hafa verið þinglýst á tiltekna eign, fasteign, skip, ökutæki, lausafé (kennitala fyrirtækis) eða annað.

Algengt er að veðbókarvottorð innihaldi upplýsingar um:

  • lán sem hvíla á eigninni

  • húsaleigusamninga

  • lóðarleigusamninga

  • eignaskiptasamninga

  • umboð fyrir aðila sem mega skrifa undir skjöl fyrir hönd eigenda

  • og fleira

Skilyrði

Hver sem er getur fengið veðbókarvottorð fyrir hvaða eign sem er. Einnig er hægt að fá ljósrit einstakra þinglýstra skjala.

Viðkomandi þarf að vita fastanúmer eignar, skipaskrárnúmer, skráningarnúmer ökutækis eða kennitölu fyrirtækis.

Ferli

Hafðu samband við sýslumann í þínu embætti, til dæmis í tölvupósti, og gefðu upp fastanúmer eignar, skipaskrárnúmer, ökutækjanúmer eða kennitölu fyrirtækis.

Greiddu fyrir veðbókarvottorðið.

Sýslumaður sendir vottorðið í tölvupósti þegar greiðsla berst.

Kostnaður

Gjald fyrir veðbókarvottorð er 2000kr. og greiðist til þess sýslumannsembættis sem afhendir vottorðið. Sjá upplýsingar um bankareikninga vegna greiðslu fyrir veðbókarvottorð.

Sýslumenn

Sýslu­menn