Fara beint í efnið

Þjónusta Ísland.is

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi.

Auðkenni, audkenni@audkenni.is, sími 530 0000, annast alla þjónustu sem tengist rafrænum skilríkjum.

Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

Rafræn skilríki má nota bæði til auðkenningar og undirskriftar

Auðkenning

 • Færri notendanöfn og lykilorð

  Ég vil nota skilríkin mín til þess að nálgast allar mínar upplýsingar á Netinu, ekki fleiri notendanöfn og lykilorð!

 • Einfaldara aðgengi

  Auðvelt er fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir að nýta rafræn skilríki til frekara aðgengis að upplýsingum og þjónustu.

 • Aukið öryggi í samskiptum

  Vafasamir einstaklingar geta ekki villt á sér heimildir, t.d. á spjallsvæðum fyrir börn og unglinga.

Rafræn undirskrift

 • Spara sporin, tíma og fjármuni

  Handhafi rafræns skilríkis getur skrifað undir skjal eða umsókn þegar honum hentar, heima eða hvar sem er.

 • Tryggja heilleika gagna

  Ef rafrænt undirrituðu skjali er breytt ógildist undirritunin.

 • Rekjanleiki gagna

  Auðvelt er að rekja hver skrifaði undir hvað og hvenær.

Hvar nota ég rafræn skilríki?

Hægt er að nota rafræn skilríki á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum sem eru meðal annars:

 • Ríkisstofnanir

 • Sveitarfélög

 • Bankar og fjármálastofnanir

 • Tryggingafélög

 • Framhaldsskólar

 • Lífeyrissjóðir

 • Stéttarfélög

 • Íþróttafélög

 • Orkufyrirtæki

Lista yfir þjónustuveitendur sem nota rafræn skilríki til innskráningar er að finna á vef Auðkennis.

Rafræn skilríki fyrir yngri en 18 ára

Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki hvort sem er á farsíma eða á korti.

Umsækjandi þarf í viðurvist foreldra eða forsjáraðila að framvísa gildu skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af sýslumanni) og skrifa undir samning í tengslum við ný skilríki. Foreldri eða forráðamaður þarf jafnframt að framvísa skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af sýslumanni) og skrifa undir með umsækjandanum.

Hvað næst?

Skilríkin eru til reiðu og hægt er að nýta þau hjá mörgum þjónustuaðilum. Allt sem þú þarft er sími og PIN. Á vef Auðkennis getur þú prófað hvernig rafrænu skilríkin þín virka.

Algengar spurningar um rafræn skilríki