Ég vil nota skilríkin mín til þess að nálgast allar mínar upplýsingar á Netinu, ekki fleiri notendanöfn og lykilorð!
Einfaldara aðgengi
Auðvelt er fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir að nýta rafræn skilríki til frekara aðgengis að upplýsingum og þjónustu.
Aukið öryggi í samskiptum
Vafasamir einstaklingar geta ekki villt á sér heimildir, t.d. á spjallsvæðum fyrir börn og unglinga.
Rafræn undirskrift
Spara sporin, tíma og fjármuni
Handhafi rafræns skilríkis getur skrifað undir skjal eða umsókn þegar honum hentar, heima eða hvar sem er.
Tryggja heilleika gagna
Ef rafrænt undirrituðu skjali er breytt ógildist undirritunin.
Rekjanleiki gagna
Auðvelt er að rekja hver skrifaði undir hvað og hvenær.
Að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.
Allt sem þú þarft er sími og pin
Rafræn skilríki í farsíma virka í nær öllum tegundum síma, hvort sem það er nýr snjallsími eða eldri takka farsími.
Þú velur PIN númer sem þú stimplar inn í símann í hvert sinn sem þú notar rafrænu skilríkin þín. Svo einfalt er það!
Það er mikilvægt að þú notir rafrænu skilríkin þín á öruggan hátt og sért alveg viss þegar þú slærð inn PIN-númerið þitt.
Lestu vel beiðnir um rafræna auðkenningu
Ekki samþykkja innskráningu sem þú kannast ekki við
Hættu frekar við er þú ert ekki viss
Ólögráða (yngri en 18 ára)
Ólögráða, einstaklingar undir 18 ára aldri, geta fengið rafræn skilríki ef forsjáraðili undirritar umsókn um rafræn skilríki fyrir viðkomandi.