Fara beint í efnið

Þjónusta Ísland.is

Rafræn skilríki eru einnig aðgengileg í appi fyrir snjallsíma. Appið nýtist sérstaklega vel þeim sem eiga síma með eSIM-kortum og Íslendingum sem búsettir eru erlendis og eru með erlend farsímanúmer.

Appið er hægt að sækja á Google Play og App Store.

Ef þú ert þegar með rafræn skilríki í símanum getur þú skráð þau í appið í sjálfsafgreiðslu en einnig verða fljótlega opnaðar skráningarstöðvar þar sem hægt er að fá rafræn skilríki virkjuð í appinu.

Eins og er hafa þjónustuaðilar ekki innleitt appið í sín kerfi en búist er við að þeir fyrstu geri það innan skamms.

Nánari upplýsingar eru á app.audkenni.is