Fara beint í efnið

Auðkenni annast alla þjónustu sem tengist rafrænum skilríkjum.
Netfang: audkenni@audkenni.is,
Sími 530 0000 - Netspjall

Núna geta einstaklingar virkjað rafrænu skilríkin hvar sem er í heiminum

Auðkennisappið er auðveld, þægileg og örugg leið til að auðkenna sig á vefnum og framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Appið er hægt að nota hvar sem er í heiminum, óháð símafélögum bæði á íslenskum og erlendum farsímanúmerum.

  • Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu - hvar sem er í heiminum.

Sjálfsafgreiðslan er framkvæmd með lífkennaupplýsingum í vegabréfi og þarf viðkomandi að:

  1. Hafa náð 18 ára aldri

  2. Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi

  3. Hafa gilt íslenskt vegabréf

Þú sækir Auðkennisappið í App Store eða Google Play og virkjar rafræn skilríki með lífkennum á símanum þínum eða snjalltækinu.

Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður getur þú notað Auðkennisappið hjá þeim þjónustuveitendum sem styðja það.
Skoðaðu lista yfir þjónustuveitendur


Þarf ég að vera með íslenskt símanúmer?

Nei, appið er einungis háð tækinu sem að þú setur appið upp í en ekki SIM kortinu sjálfu.

Af hverju eru tvö PIN-númer í appinu?

Við skráningu ertu beðin/n um að velja tvö PIN

  • PIN1 er 4-12 tölustafir og er notað til auðkenningar t.d. innskráningu í netbanka eða Ísland.is

  • PIN2 er 5-12 tölustafir og er notað fyrir rafrænar undirritanir t.d. þegar tekið er lán

Hægt er að velja sama númerið með aukastöfum. T.d. PIN1 = 1234; PIN2=12345

Nánari upplýsingar eru á app.audkenni.is

Þjónustuaðili

Auðkenni