Ökutæki hent
Ef ökutæki er ónýtt þarf að farga því til að fá tækið afskráð. Ökutækinu þarf að skila til endurvinnslu á úrvinnslustöð. Úrvinnslusjóður greiðir skilagjald af ökutækjum sem skilað er til endurvinnslu. Nánari upplýsingar um greiðslu skilagjalds og rafrænt ferli afskráningar vegna úrvinnslu má nálgast hér.
Ökutæki flutt úr landi
Ef flytja á ökutæki úr landi og skrá erlendis þarf að afskrá það á Íslandi. Fylla þarf út umsókn um afskráningu og skila inn fylgigögnum, þau eru farmbréf og bílnúmeraplötur eða skráningarskírteini frá nýju landi.
Ökutæki er týnt
Sé ökutæki týnt eða því verið stolið þarf að fylla út umsókn um afskráningu til að fá það afskráð.
Ef ökutæki hefur verið stolið þarf að tilkynna það strax til lögreglu, þar sem ökutækið verður eftirlýst.
Hafi ökutæki ekki fundist innan sex vikna er hægt að óska eftir afskráningu hjá Samgöngustofu.
Ökutæki er ónýtt
Ef ökutæki var skráð úr umferð fyrir 1. júlí 2003 og hefur verið fargað en ekki hægt að fá útgefið skilavottorð er hægt að óska eftir afskráningu hjá Samgöngustofu.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa