Fara beint í efnið

Skilavottorð - Umsókn um endurgreiðslu á skilagjaldi ökutækja

Stafrænt skilavottorð ökutækja

Endurgreiðsla skilagjalds ökutækja er komin á sjálfvirkt form en greiddar eru 30.000 krónur (frá 1. janúar 2023) í skilagjald fyrir hvern bíl sem fer í endurvinnslu. Ökutæki sem eru skráð fyrir 1980 falla ekki undir endurgreiðslu því aldrei hefur verið greitt af þeim úrvinnslugjald.

Greiðslan á sér stað í gegnum skattkerfið, þannig að Fjársýslan annast útborgun ef til staðar eru upplýsingar um bankareikning eiganda ökutækisins.

Ef viðkomandi á ógreiddar kröfur hjá innheimtumanni ríkissjóðs er skilagjaldinu skuldajafnað við þær. Tilkynning um þessa ráðstöfun kemur í pósthólfið þitt á island.is.

Hvernig farga ég ökutæki? 

  1. Veldu hnappinn „Sækja um“

  2. Veldu það ökutæki sem á að farga

  3. Veldu móttökuaðila

  4. Greiðsla berst innan tveggja daga eftir afhendingu á ökutæki

Um förgun ökutækja

Heimilt að afskrá ónýta bifreið ef staðfest er að henni hafi verið skilað til úrvinnslu. Þetta gildir um allar bifreiðar, hvort sem eigandi á rétt á skilagjaldi eða ekki.

Finndu móttökustöð nálægt þér

Þegar þú hefur valið ökutæki til förgunar getur þú farið með hann á einhverja af eftirtöldum móttökustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi.

Ef þú ert staddur/stödd fyrir utan þau svæði þarftu að hafa samband við viðkomandi sveitarfélag um hvernig standa skuli að förgun.

Fura (Hafnarfirði)

Hringhellu 3, 221 Hafnarfirði

+354 565 3557

Bílapartar (Mosfellsbær)

Grænamýri 3, 270 Mosfellsbær

+354 587 7659

Vaka (Reykjavík)

Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík

+354 567 6700

Hringrás (Reykjavík)

Klettagarðar 9, 104 Reykjavík

+354 550 1900

Netpartar (Selfoss)

Byggðarhorni 38, 801 Selfoss

+354 486 4499

Algengar spurningar um endurvinnslu ökutækja

Stafrænt skilavottorð ökutækja

Þjónustuaðili

Fjár­sýslan

Tengd stofnun

Samgöngu­stofa

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

postur@fjarsyslan.is