Fara beint í efnið

Stafrænt skilavottorð ökutækja

Stafrænt skilavottorð ökutækja

Endurgreiðsla skilagjalds ökutækja er komin á sjálfvirkt form en greiddar eru 20.000 krónur í skilagjald fyrir hvern bíl sem fer í endurvinnslu.

Hvernig farga ég ökutæki? 

  1. Veldu hnappinn „Sækja um“

  2. Veldu það ökutæki sem á að farga

  3. Veldu móttökuaðila

  4. Greiðsla berst innan tveggja daga eftir afhendingu á ökutæki

Um förgun ökutækja

Heimilt að afskrá ónýta bifreið ef staðfest er að henni hafi verið skilað til úrvinnslu. Þetta gildir um allar bifreiðar, hvort sem eigandi á rétt á skilagjaldi eða ekki.
Ökutæki sem eru skráð fyrir 1980 falla ekki undir endurgreiðslu því aldrei hefur verið greitt af þeim úrvinnslugjald.

Finndu móttökustöð nálægt þér

Þegar þú hefur valið ökutæki til förgunar getur þú farið með hann á einhverja af eftirtöldum móttökustöðvum.

Fura (Hafnarfirði)

Hringhellu 3, 221 Hafnarfirði

+354 565 3557

Bílapartar (Mosfellsbær)

Grænamýri 3, 270 Mosfellsbær

+354 587 7659

Partageirinn (Reykjanesbær)

Vesturbraut 10, 230 Reykjanesbær

+354 893 9531

Vaka (Reykjavík)

Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík

+354 567 6700

Hringrás (Reykjavík)

Klettagarðar 9, 104 Reykjavík

+354 550 1900

Netpartar (Selfoss)

Byggðarhorni 38, 801 Selfoss

+354 486 4499

Algengar spurningar um endurvinnslu ökutækja

Stafrænt skilavottorð ökutækja

Þjónustuaðili

Úrvinnslu­sjóður