Samgöngustofa: Skráningar
Hvernig farga ég bíl?
Þú ferð með hann til úrvinnsluaðila sem er viðurkenndur til að taka á móti ökutækjum til niðurrifs og gefa út skilavottorð. Síðan fyllirðu út afskráningarbeiðni og skilar inn til Samgöngustofu eða skoðunarstöðvar og lætur skilavottorðið fylgja. Sumir úrvinnsluaðilar eru komnir með rafræna tengingu við Samgöngustofu og geta gengið frá öllu ferlinu á staðnum. Eftir að afskráning hefur verið skráð færðu skilagjaldið greitt inn á bankareikning þinn sem skráður er á Mínum síðum. Nálgast má frekari upplýsingar hér.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?