Samgöngustofa: Skráningar
Er hægt að breyta skráðu afli bifhjóls?
Samgöngustofa tekur til skoðunar beiðnir um slíka breytingu fyrir evrópsk gerðarviðurkennd bifhjól eingöngu. Gildir það í þeim tilvikum þegar framleiðandi hefur gert ráð fyrir því að afli sé breytt til að það geti uppfyllt ökuréttindaflokka A1 og A2. Aðeins framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans getur sótt um slíka breytingu til Samgöngustofu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?