Samgöngustofa: Skráningar
Hvaða reglur gilda um tengibúnað?
Tengibúnaður er oft kallaður dráttarbúnaður, kúla eða krókur. Hann má aðeins vera á þeim bílum sem framleiðandi samþykkir að hafi slíkan búnað (kemur fram í skráningarskírteininu). Á venjulegum fólksbílum og sendibílum er bara leyfilegt að vera með 50 mm kúlu en á stærri bílum má vera með tvær aðrar gerðir. Aðeins ættu fagaðilar að setja tengibúnað á bíl. Eftir ásetningu þarf að færa bílinn á skoðunarstöð til að taka út búnaðinn og skrá hann í skráningarskírteini. Tengibúnaður má ekki skyggja á skráningarmerki, þó má aftakanleg kúla skyggja á skráningarmerki en þá skal taka hana af þegar hún er ekki í notkun. Nálgast má frekari upplýsingar hér.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?