Samgöngustofa: Skráningar
Hvernig skráir erlendur aðili skip á Íslandi og hverju þarf að skila inn?
Erlendur aðili sem ekki er með íslenska kennitölu getur ekki átt skip á íslandi. Ef hann er með ísl kennitölu getur hann átt skip, en þó EKKI fiskiskip sé hann með erlent ríkisfang. Þegar flytja á inn skip, þá þarf að fylla út beiðni á eyðublaði á samgongustofa.is -eydublod og velja Nýskráning skips á skipaskrá. Fylla út og fylgja þarf bill of sale/afsal, útstrikunarvottorð frá því landi sem skipið er að koma frá. Ef um nýsmíð er að ræða, þá þarf skipasmíðaskírteini (ekki útstrikunarvottorð). Síðan þarf Tæknideildin að skoða skipið, þinglýsa eignarheimildinni bill of sale/afsali eða skipasmíðaskírteininu eftir því sem við á.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?