Fara beint í efnið
Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Stefnur Samgöngustofu

Hér má finna samþykktar stefnur sem unnið er eftir hjá Samgöngustofu.

Jafnlaunavottun

Samgöngustofa hefur hlotið formlega jafnlaunavottun, en það er vottun um að stofnunin starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.

Jafnlaunakerfi Samgöngustofu nær til alls starfsfólks stofnunarinnar. Með innleiðingu staðalsins hefur Samgöngustofa komið upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Stefna Samgöngustofu er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Samgöngustofa leggur ríka áherslu á að jafna stöðu karla og kvenna. Jafnlaunavottun er mikilvæg staðfesting á því. 

Nánar um jafnlaunavottun