Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
5. desember 2024
Ísland hefur innleitt nýjar reglur Evrópusambandsins um drónaflug með útgáfu reglugerðar nr. 1360/2024.
28. nóvember 2024
Árið 2025 mun Samgöngustofa halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar 13. mars og 16. október í Ármúla 2.
27. nóvember 2024
Jóladagatal Samgöngustofu hefst næsta sunnudag (1. des). Um er að ræða 24 skemmtilegar sögur um jólasveinana og ævintýri þeirra, m.a. í umferðinni. Í sögunum fáum við ekki bara að heyra um jólasveinana 13 heldur kynnumst við einnig öðrum minna þekktum íslenskum jólasveinum.
21. nóvember 2024
Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna, bannað allt drónaflug yfir Grindavík.
19. nóvember 2024
Frá og með 1. desember næstkomandi ætlar lögregla að kæra þá ökumenn sem hafa ekki lokið tilskilinni endurmenntun atvinnubílstjóra. Geta þeir búist við sektum. Einnig má búast við að ökutækið verði kyrrsett þar til ökumaður sem uppfyllir skilyrðin tekur við akstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
11. nóvember 2024
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember. Í ár verður kastljósi dagsins beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni.
23. október 2024
Vegna Norðurlandaráðsþings sem fram fer á Íslandi dagana 28.-31. október næstkomandi, hefur Samgöngustofa að beiðni Ríkislögreglustjóra, bannað drónaflug á þremur svæðum í samræmi við eftirfarandi.
10. október 2024
Fulltrúanámskeið verða næst haldin þriðjudaginn 29. október hjá Samgöngustofu, Ármúla 2. Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 27. október.
4. október 2024
Samgöngustofa hefur tekið þátt í nokkrum forvarnardögum ungra ökumanna þetta árið.
3. október 2024
Í ljósi nýlegrar umfjöllunar fjölmiðla um aðgang Samgöngustofu að sjúkraskrám, vill stofnunin koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.