Hættumat hluti af reglubundinni skoðun skipa
19. janúar 2026
Skoðunarmönnum ber nú að gera athugasemd við reglubundna skoðun skipa ef hættumat um borð liggur ekki fyrir.

Breytingin tók gildi um síðustu áramót og er liður í því að styrkja markvisst öryggi fólks sem starfar og dvelur um borð í skipum.
Til ársloka 2027 er skortur á hættumati skráður sem dæming 1. Það þýðir að gera þarf úrbætur innan eins mánaðar, en ekki er krafist endurskoðunar vegna þessa atriðis.
Frá og með árinu 2028 verður skortur á hættumati metinn sem dæming 2. Þá þarf hættumat að liggja fyrir áður en til endurskoðunar kemur, innan tiltekins frests sem getur verið allt að þrír mánuðir.
Hvað er hættumat?
Hættumat er verkfæri til að greina áhættu um borð í skipum. Með því er farið kerfisbundið yfir hvað getur valdið slysum eða heilsutjóni, hvaða hættur er hægt að koma í veg fyrir og hvaða ráðstafanir þurfa að vera til staðar til að draga úr áhættu.
Fræðsla um hættumat hefur verið fastur hluti af námskeiðum Slysvarnaskóla sjómanna um árabil og mörg skip nota öryggisstjórnunarkerfi sem innihalda slíkt mat.
Leiðir í boði
Hættumat þarf að vera útfyllt og aðgengilegt við skoðun skips. Til að auðvelda skipaeigendum að uppfylla kröfuna er eftirfarandi í boði:
