Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Þeir farþegar sem áttu miða með Play þegar félagið varð gjaldþrota geta fundið upplýsingar hér um hvert þeir geta snúið sér.
Flugfarþegar njóta ríkrar verndar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Komi til röskunar á flugi geta farþegar átt rétt á endurgreiðslu, skaðabótum eða annarri þjónustu ef ákveðin skilyrði eiga við. Kvörtunum vegna slíkra atvika má beina til Samgöngustofu.
Réttindi farþega hópbifreiða eiga almennt við um ferðir með almenningsvögnum eða hópbifreiðum sem eru 250 kílómetrar eða lengri.
Farþegar sem ferðast með ferjum innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta tiltekinna réttinda. Ef siglingu er aflýst eða henni seinkar, geta farþegar átt rétt á skaðabótum eða aðstoð. Kvörtunum vegna slíkra atvika má beina til Samgöngustofu.