Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Taktu þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu

19. desember 2025

Nú eiga allir kost á að senda inn tillögur um hvernig einfalda megi regluverk og bæta þjónustu hins opinbera.

Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig einfalda megi regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að senda inn tillögur í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmiðið er að bæta þjónustu hins opinbera. Ábendingar geta verið af ýmsum toga og snúið til dæmis að óþarflega íþyngjandi reglum, skorti á leiðbeiningum og upplýsingum, eða þjónustu sem mætti vera stafræn.

Frestur til að skila inn tillögum er til og með 19. janúar nk.

Nánari upplýsingar má finna á vef innviðaráðuneytisins.