Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.11.–19.12.2025

Í vinnslu

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-222/2025

Birt: 14.11.2025

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Könnun um þjónustu, eftirlit og framfylgd regluverks ráðuneytis og stofnana

Málsefni

Netkönnun þar sem óskað er eftir tillögum um hvernig megi bæta þjónustu og einfalda regluverk á vegum innviðaráðuneytisins og stofnana þess. Ekki er tekið á móti umsögnum í gegnum samráðsgáttina.

Nánari upplýsingar

Markmiðið er að bæta þjónustu hins opinbera með því að greina hvort og hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar byrðar á einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög eða félagasamtök sem þurfa þjónustu eða leita erinda hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess.

Könnunin snýr að innviðaráðuneytinu sjálfu og fimm fagstofnunum þess en þær eru: Byggðastofnun, Fjarskiptastofa, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofa og Vegagerðin.

Ábendingar geta verið af ýmsum toga og geta snúið að óþarflega íþyngjandi reglum, skorti á leiðbeiningum eða upplýsingum, þjónustu sem mættu vera stafræn. Loks má koma með tillögur að þjónustu sem vantar eða hvar bæta megi þjónustu í takt við þróun samfélagsins. Eingöngu er tekið á móti ábendingum í gegnum netkönnunina en ekki með umsögnum í gegnum samráðsgáttina.

Verkefnið er í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu innan stjórnsýslunnar og að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Innviðaráðuneytið hefur tvívegis áður lagt fram könnun af þessu tagi. Góð reynsla er af því að kalla eftir ábendingum frá almenningi og hagaðilum. Ríflega 70 ábendingar bárust í könnuninni sem framkvæmd var árið 2022 og um 50 ábendingar árið 2020. Flestar ábendinganna hafa skilað árangri með einum eða öðrum hætti, t.d. með lagabreytingum eða breytingum á regluverki, nýjum stafrænum ferlum eða öðrum umbótaverkefnum þar sem ábendingarnar eru hafðar til hliðsjónar.

Viltu senda inn umsögn?

Umsagnir eru ekki birtar í gáttinni.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

irn@irn.is