Fara beint í efnið

Samgönguáætlun

Stefnumótun stjórnvalda í samgöngumálum er birt í samgönguáætlun.

Innviðarráðherra leggur fram tillögu um stefnu í samgöngumálum, samgönguáætlun, til fimmtán ára, á þriggja ára fresti.  Með tillögunni setja stjórnvöld fram stefnu og markmið fyrir allar samgöngur. Samhliða er lögð fram fimm ára aðgerðaáætlun, fyrir fyrsta tímabil stefnunnar og sem er endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt á Alþingi 29. júní 2020. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2019. Einnig var samþykkt tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun (aðgerðaáætlun) fyrir fyrsta tímabilið 2020-2024.

Samgönguáætlun verður til í nokkrum þrepum. Ráðherra leggur fram áherslur fyrir samgönguráð sem mótar tillögu að samgönguáætlun. Við undirbúning tillögunnar fer fram víðtækt samráð við hagsmunaaðila, kynningarfundir haldnir en síðasti hlutinn í samráðsferli er samgönguþing sem haldið er reglulega. Að því loknu skilar samgönguráð ráðherra tillögu að samgönguáætlun. Ráðherra leggur svo fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun, sem Alþingi tekur til umfjöllunar. Lög um samgönguáætlun nr. 33/2008

Samgönguáætlun