Fara beint í efnið

Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024

Umsóknarfrestur er liðinn.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Umsóknarfrestur

Umsóknartímabilið er frá og með 11. september til fimmtudaginn 19. október kl. 13:00. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.

Umsóknir

Umsækjandi er beðinn um að velja annaðhvort eyðublað I eða II eftir eðli verkefnisins.

I - Þjónusta/aðstaða á ferðamannastað eða ferðamannaleið

Um er að ræða:

  • Verkefni á stað, sem ekki er nú þegar skilgreindur sem ferðamannastaður en viðkomandi hefur áhuga að gera hann að slíkum - ný uppbygging.

  • Nýja þjónustu eða aðstöðu á þegar skilgreindum ferðamannastað. Framkvæmdin mun auka afköst staðarins/svæðisins og/eða tengist öryggi eða náttúruvernd.

Þjónusta/aðstaða á ferðamannastað eða ferðamannaleið

II - Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið

Um er að ræða:

  • Verkefni þar sem verið er að bæta eða lagfæra núverandi aðstöðu á ferðamannastað sem tengist öryggi eða náttúruvernd.

  • Aukin afköst við móttöku ferðamanna en þjónustustig er ekki hækkað. Ef um skipulags- og/eða byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða, þá þarf að velja I – (Ný) þjónusta/aðstaða á ferðamannastað / ferðamannaleið.

Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið

Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferðamanna.

  • Náttúruvernd og uppbyggingu.

  • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.

  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.

Nánar á vef Ferðamálastofu

Athugið að innskráningartími í umsóknarkerfinu eru 45 mínútur frá því að smellt er á "Vista og áfram" hnappinn. Eftir það þarf umsækjandi að skrá sig inn aftur. Við mælum því eindregið með því að smella á "Vista og áfram" hnappinn reglulega til þess að umsækjandi haldast innskráður.

Eftir að umsókn er send inn birtist valmöguleikinn Sækja öll gögn umsóknar á pdf. Við mælum eindregið með að umsækjandi nýti sér þennan valkost og visti gögnin hjá sér.

Þjónustuaðili

Ferða­mála­stofa