Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2025–2026
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki vegna framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Umsóknarfrestur
Umsóknafrestur vegna úthlutunar sjóðsins árin 2025-26 rann út kl. 13 þriðjudaginn 7. október sl. Næsti umsóknarfrestur verður kynntur haustið 2026.
Sérstök áhersla 2025–26: bætt öryggi ferðamanna
Í þessari úthlutun verður lögð sérstök áhersla á framkvæmdir sem stuðla að bættu öryggi ferðamanna. Gæðamat sjóðsins mun taka mið af þessari áherslu og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins og skjalið „Áhættumat framkvæmda“ sem finna má á heimasíðu Ferðamálastofu, á umsóknatíma.
Umsóknir
Umsækjandi er beðinn um að velja annaðhvort umsókn I eða II eftir eðli verkefnisins.
I. Þjónusta/aðstaða á ferðamannastað eða ferðamannaleið
Þegar um er að ræða:
Verkefni á stað, sem ekki er nú þegar skilgreindur sem ferðamannastaður en viðkomandi hefur áhuga að gera hann að slíkum – ný uppbygging.
Nýja þjónustu eða aðstöðu á þegar skilgreindum ferðamannastað. Framkvæmdin mun auka afköst staðarins/svæðisins og/eða tengist öryggi eða náttúruvernd.
II. Úrbætur vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið
Þegar um er að ræða:
Verkefni þar sem verið er að bæta eða lagfæra núverandi aðstöðu á ferðamannastað sem tengist öryggi eða náttúruvernd.
Verkefni sem miða að auknum afköstum við móttöku ferðamanna en þjónustustig er ekki hækkað. Ef um skipulags- og/eða byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða, þá þarf að velja umsókn I – (Ný) þjónusta/aðstaða á ferðamannastað / ferðamannaleið.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:
Öryggi ferðamanna.
Náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.
Sjóðnum er ekki heimilt, meðal annars:
Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Að veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.
Ábending varðandi innskráningu
Athugið að innskráningartími í umsóknarkerfinu eru 45 mínútur frá því að smellt er á „Vista og áfram“ hnappinn. Eftir það þarf umsækjandi að skrá sig inn aftur. Við mælum því eindregið með því að smella á „Vista og áfram“ hnappinn reglulega til þess að umsækjandi haldast innskráður.
Eftir að umsókn er send inn birtist valmöguleikinn „Sækja öll gögn umsóknar á pdf“.
Við mælum eindregið með að umsækjandi nýti sér þennan valkost og visti gögnin hjá sér.
Þjónustuaðili
Ferðamálastofa