Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi

Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi

Hægt er að sækja um leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi hafi einstaklingur lokið fullnaðarnámi í lögfræði sem og námskeiði á vegum dómsmálaráðuneytisins til starfsréttinda lögmanna.

Sá sem hefur fengið slíkt leyfi getur flutt mál fyrir héraðsdómi og gætt hagsmuna þess sem hefur veitt til þess umboð. Í því felst meðal annars að vera verjandi eða réttargæslumaður í sakamáli.

Skilyrði fyrir leyfinu

Hafa lokið fullnaðarnámi í í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem er viðurkenndur á Íslandi. Sambærilegt nám við erlendan háskóla getur eftir atvikum veitt sömu réttindi.

  • Þarf að vera andlega og líkamlega fær um að gegna störfum lögmanns.

  • Má ekki hafa þurft að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta.

  • Má ekki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framin var eftir að fullum 18 ára aldri var náð.

  • Standast prófraun að loknu námskeiði sem haldið er tvisvar á ári á vegum dómsmálaráðuneytisins.

Fylgigögn

Gögn sem fylgja þurfa þegar sótt er um málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi eru:

  • Staðfesting á því að umsækjandi hafi staðist prófraun til lögmannsréttinda.

Kostnaður

Leyfisgjaldið er 11.000 krónur.

Afgreiðsla og útgáfa

Útgáfa leyfis er auglýst í Lögbirtingarblaðinu og tilkynning send til Lögmannafélag Íslands. Þá er leyfisbréfið sent lögmanni með bréfpósti. Lögmannafélagið fer með eftirlit með starfsemi lögmanna og skal meðal annars fylgja því eftir að lögmenn uppfylli skilyrði fyrir starfsréttindum. Skilyrðin eru til dæmis:

  • Lögmaður þarf að hafa opna starfsstöð.

  • Vera með skráðan fjárvörslureikning.

  • Hafa gildandi starfsábyrgðartryggingu.

Lögmenn geta sótt um undanþágu frá þessum skilyrðum ef þeir eru í starfi hjá öðrum lögmanni eða föstu starfi hjá einum aðila. 

Á meðan réttindin eru virk ber lögmanni að varðveita leyfisbréfið.  

Kæruréttur

Hafni sýslumaður útgáfu leyfis er hægt að kæra þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins

Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi