Fara beint í efnið

Málflutningsleyfi fyrir Landsrétti

Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti

Hægt er að sækja um leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra. 

Skilyrði

  • Hafa haft málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi í fimm ár. 

  • Hafa flutt 25 mál fyrir héraðsdómi eða sérdómstóli.

  • Að minnsta kosti 15 af þessum málum þurfa að hafa verið einkamál sem fullnægja skilyrðum um áfrýjun til Landsréttar.

  • Sýna fram á að umsækjandi sé hæfur til að öðlast réttindin með flutningi fjögurra prófmála fyrir Landsrétti, þar af að lágmarki tvö einkamál.

Kostnaður

Leyfisgjaldið er 12.000 krónur.

Ferlið

Fyrst þarf að leggja inn beiðni hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Það má senda annaðhvort á logmenn@syslumenn.is eða bréflega til:
Sýslumannsins á Norðurlandi eystra
Gránugötu 4-6
580 Siglufirði

Með beiðninni þarf að fylgja yfirlit yfir þau mál sem viðkomandi hefur flutt munnlega og vottað af viðkomandi héraðsdómstól.

Standist umsækjandi fyrstu þrjú skilyrðin veitir sýslumaður vottorð þess eðlis og getur þá lögmaður leitað eftir því við Landsrétt að fá að flytja prófmál.


Að prófmálum loknum þarf aftur að sækja um að fá leyfið útgefið hjá sýslumanni.
Það er gert rafrænt og þarf að fylgja með vottorð frá Landsrétti um að
viðkomandi hafi staðist flutning prófmála.

Undanþágur

  • Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið þremur prófmálum fyrir Hæstarétti má veita
    honum málflutningsréttindi fyrir Landsrétti. Staðfesta þarf málflutning með
    vottorði frá Hæstarétti.

  • Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið tveimur prófmálum fyrir Hæstarétti má veita
    honum málflutningsréttindi fyrir Landsrétti þótt hann flytji þar einungis eitt
    prófmál. Staðfesta þarf málaflutning með vottorði frá Hæstarétti.

  • Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið einu prófmáli fyrir Hæstarétti má veita
    honum málflutningsréttindi fyrir Landsrétti þótt hann flytji þar aðeins tvö
    prófmál. Staðfesta þarf málflutning með vottorði frá Hæstarétti.

Kæruréttur

Hafni sýslumaður útgáfu vottorðs til prófmála eða útgáfu leyfis er hægt að kæra þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins.



Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15