Fara beint í efnið

Málflutningsleyfi fyrir Hæstarétti

Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti

Hægt er að sækja um leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti að uppfylltum skilyrðum. 

Skilyrði 

  • Hafa haft málflutningsréttindi fyrir Landsrétti í þrjú ár.

  • Hafa að lágmarki flutt 15 mál munnlega fyrir Landsrétti, þar af 10 einkamál hið minnsta.

Uppfylli lögmaður þessi skilyrði er hægt að sækja um útgáfu málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti Íslands og þar með réttindi til málflutnings fyrir öllum dómstólum landsins.

Ferlið

Rafræn umsókn

Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting Landsréttar um málflutning.

Kostnaður

Leyfisgjaldið er 12.000 krónur .

Undanþágur

  • Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið þremur prófmálum fyrir Hæstarétti og hlotið málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin fyrir málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt fjögur mál fyrir Landsrétti, þar af þrjú einkamál.

  • Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið tveimur prófmálum fyrir Hæstarétti og hlotið málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin fyrir málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt átta mál mál fyrir Landsrétti, þar af fimm einkamál.

  • Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið einu prófmáli fyrir Hæstarétti og hlotið málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin fyrir málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt tólf mál fyrir Landsrétti, þar af átta einkamál.

Kæruréttur

Hafni sýslumaður útgáfu leyfis er hægt að kæra þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins

Umsókn um leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15