Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Málflutningsleyfi fyrir Hæstarétti

Hægt er að sækja um leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti að uppfylltum skilyrðum. 

Skilyrði 

 • Hafa haft málflutningsréttindi fyrir Landsrétti í þrjú ár

 • Hafa að lágmarki flutt 15 mál munnlega fyrir Landsrétti, þar af 10 einkamál hið minnsta

Uppfylli lögmaður þessi skilyrði getur viðkomandi óskað eftir því að fá útgefin málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands og þar með flutt mál fyrir öllum dómstólum landsins. Það er gert með því að senda inn beiðni til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra annaðhvort á netfangið logmenn@sylsumenn.is eða bréflega til:
Sýslumannsins á Norðurlandi eystra
Gránugötu 4-6
580 Siglufirði

Með umsókninni þarf að fylgja staðfesting Landsréttar um málflutning.

Kostnaður

Kostnaður fyrir leyfið er 11.000 krónur og skal leggja það inn á reikning 0348-26-1, kennitala 680814-0820.

Undanþágur

 • Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið þremur prófmálum fyrir Hæstarétti og hlotið
  málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin
  fyrir málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt fjögur mál
  fyrir Landsrétti, þar af þrjú einkamál.

 • Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið tveimur prófmálum fyrir Hæstarétti og hlotið
  málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin fyrir
  málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt átta mál mál
  fyrir Landsrétti, þar af fimm einkamál.

 • Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið einu prófmáli fyrir Hæstarétti og hlotið málflutningsréttindi fyrir Landsrétti, þá telst hann uppfylla skilyrðin fyrir málflutningsréttindum fyrir Hæstarétti þegar hann hefur flutt tólf mál fyrir Landsrétti, þar af átta einkamál.

Kæruréttur

Hafni sýslumaður útgáfu leyfis er hægt að kæra þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins