Fara beint í efnið

Dómstólar og réttarfar

Sakavottorð til einstaklinga

Sækja sakavottorð á íslensku

Á sakavottorðinu koma fram þeir dómar og sáttir í refsimálum sem einstaklingur hefur fengið. Sækja má sakavottorð stafrænt eða á pappír hjá sýslumanni og ber að greiða fyrir það 2.500 krónur. 

Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu sakavottorðs rafrænt. Einstaklingur sem uppfyllir ekki þau skilyrði þarf að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum.

Athugið að rafrænt sakavottorð er aðeins hægt að fá á íslensku.

Hvað kemur fram á sakavottorði?

  • Brot á almennum hegningarlögum.

  • Brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

Undantekningar

  • Fangelsisdómar eldri en 5 ára frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus hafi hann afplánað refsingu.

  • Aðrir dómar eldri en 3 ára.

  • Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því að ráðstöfun var felld niður.

Aldurstakmörk

Allir einstaklingar 15 ára og eldri geta fengið útgefið sakavottorð.

Afgreiðslutími

Beiðnir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Stafræn sakavottorð birtast í pósthólfi umsækjanda á island.is.

Útgáfa sakavottorðs á pappír

Sækja má um sakavottorð hjá öllum sýslumönnum. Framvísa þarf persónuskilríkjum.


Umboð til að sækja sakavottorð

Ef umsækjandi um sakavottorð getur ekki nálgast vottorð sitt sjálfur getur hann veitt öðrum skriflegt umboð vottað af tveimur vitundarvottum til að sækja um það og/eða veita því viðtöku hjá viðkomandi sýslumanni.

Við það hefur verið miðað að slíkt umboð megi senda í faxi eða í tölvupósti (á pdf-formi) til viðkomandi sýslumanns. Þá er miðað við að viðkomandi umboðsmaður nálgist vottorðið í afgreiðslu þess sýslumanns sem um ræðir.

Sækja sakavottorð á íslensku

Þjónustuaðili

Sýslu­menn