Á sakavottorðinu koma fram þeir dómar og sáttir í refsimálum sem einstaklingur hefur fengið. Sækja má sakavottorð stafrænt eða á pappír hjá sýslumanni og ber að greiða fyrir það 2.500 kr.
Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu sakavottorðs rafrænt. Einstaklingur sem uppfyllir ekki þau skilyrði þarfa að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum.
Hvað kemur fram á sakavottorði?
Brot á almennum hegningarlögum
Brot á lögum um ávana- og fíkniefni
Athugið að sem stendur er rafræna sakavottorðið aðeins á íslensku.
Undantekningar
Fangelsisdómar eldri en 5 ára frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus hafi hann afplánað refsingu
Aðrir dómar eldri en 3 ára
Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því ráðstöfun var felld niður
Aldurstakmörk
Allir einstaklingar 15 ára og eldri geta fengið útgefið sakavottorð.
Afgreiðslutími
Beiðnir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Stafræn sakavottorð birtast í pósthólfi umsækjanda á island.is.
Sannreyna rafrænar undirritanir
Til að sannreyna réttmæti og uppruna rafrænna undirskrifta má til dæmis nota Acrobat Reader eða önnur forrit. Einnig má sjá hvort undirskriftir í skjalinu séu gildar þegar grænt merki birtist efst í skjalinu. Sjá nánar hér
Aðeins er hægt að sannreyna rafræna undirskrift með rafrænum hætti.
Sýslumenn
Sýslumenn