Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Apostille – staðfesting skjala

Algengt er að votta þurfi lögmæti skjala frá einu landi til annars með með formlegri staðfestingu sem kallast Apostille milli aðildarríkja Haag-samningsins um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra skjala. Utanríkisráðuneytið sér um að votta að þessi skjöl séu íslensk að uppruna og að stjórnvaldið sem gaf þau út, eða stimplaði, hafi í raun gert það.

Athugið að það felur ekki í sér staðfestingu á innihaldi skjalsins.

Hvaða skjöl staðfestir Utanríkisráðuneytið?

  • Frumrit flestra skjala sem íslensk stjórnvöld hafa gefið út, til dæmis Þjóðskrá eða Ríkisskattstjóri.   

  • Önnur íslensk skjöl (þ.m.t. afrit opinberra skjala) sem þegar hafa verið notarial vottuð hjá sýslumanni („notarius publicus”), með stimpli og undirskrift.

  • Skjöl sem löggiltir skjalaþýðendur hafa þýtt á önnur tungumál, athugið að ráðlegt er að fá þýðinguna stimplaða hjá sýslumanni áður.

Nánar um staðfestingu á lögmæti íslenskra skjala á vef utanríkisráðuneytisins.