Fara beint í efnið

Apostille – staðfesting skjala

Apostille staðfesting

Hvað er Apostille?

Apostille er formleg staðfesting á lögmæti skjala sem nota á erlendis. Apostille vottun felur í sér staðfestingu á að undirskrift og stimpill séu sannanlega útgefin eða vottuð af til þess bæru íslensku stjórnvaldi.

Utanríkisráðuneytið sér um að apostille votta skjöl sem gefin eru út af íslenskum stjórnvaldi.
Athugað er hvort að undirskrift og stimpill á skjali séu ósvikin. Lögmæti skjalsins er staðfest (apostille vottað) með því að festa skjal, stimplað af utanríkisráðuneytinu við skjalið.

Athygli er vakin á því að apostille vottun utanríkisráðuneytisins felur ekki í sér efnislega staðfestingu á innihaldi skjalsins.

Hvaða skjöl er hægt að staðfesta með Apostille vottun?

Einungis er hægt að staðfesta

  • Frumrit skjals sem er undirritað og stimplað af íslensku stjórnvaldi.

  • Íslensk skjöl sem hafa verið lögbókandavottuð (notarius publicus) hjá sýslumanni (þ.m.t. afrit opinberra skjala).

Hvað það kostar?

Hver staðfesting kostar 2.500 kr.

Póstsending skjala kostar 2.000 kr.

Hvað tekur það langan tíma?

Skjölin eru tilbúin til afhendingar tveimur dögum eftir móttöku.

Nánari upplýsingar á vef Utanríkisráðuneytisins.

Nánar um staðfestingu á lögmæti íslenskra skjala á vef utanríkisráðuneytisins.

Apostille staðfesting