Færni- og heilsumat
Hvíldarinnlögn - tímabundin dvöl í hjúkrunarrými
Með hvíldar- eða endurhæfingarinnlögn er átt við tímabundna dvöl í hjúkrunarrými. Dvölin getur varað frá nokkrum dögum upp í átta vikur. Markmiðið með hvíldarinnlögn er að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili.
Hvíldar- eða endurhæfingarinnlögn í hjúkrunarrými
Aldraðir sem búa á eigin heimili eiga möguleika á hvíldar-/endurhæfingarinnlögn á hjúkrunarheimilum.
Sótt er um hjá færni- og heilsumatsnefnd í því heilbrigðisumdæmi þar sem hinn aldraði lögheimili. Umsóknina skal afgreiða innan 7 daga.
Reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma
Hvíldar-/endurhæfingarinnlögn má veita þegar sá sem stutt hefur hinn aldraða þarfnast hvíldar, forfallast skyndilega eða þarf tímabundna umönnun og endurhæfingu.
Í undantekningartilvikum getur starfsfólk heilbrigðisþjónustu metið bráðahvíldarinnlögn nauðsynlega.
Vert að skoða
Dvöl á stofnun - Tryggingastofnun
Öldrunarmál - Stjórnarráðið
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis