Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Almennt um sálfélagslegt vinnuumhverfi

Atvinnurekendur þurfa að tryggja öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks með því að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu sem tengjast skipulagi, stjórnun og samskiptum. Margir þættir falla undir sálfélagslegt vinnuumhverfi og er skipulag vinnustaðarins ákveðinn hornsteinn þess en ekki síður það vinnulag sem myndast vegna samstarfs og samskipta sem samstarfsfólk þarf að eiga vegna starfa sinna.

Mikilvægt er að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu en þar er átt við þau gildi, venjur og viðhorf sem ríkja í vinnuumhverfinu og starfsfólk tileinkar sér í samskiptum, samvinnu og við lausn mála. Heilbrigð vinnustaðamenning leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks og þess vegna er svo mikilvægt að meta þá þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á menninguna og þar með á líðan starfsfólks.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?