Vinnueftirlitið: Vinnuvernd
Fall við vinnu
Öll á vinnustöðum þurfa að vera meðvituð um þá áhættu í vinnuumhverfinu að fólk geti fallið við vinnu. Er þá bæði átti við fall á jafnsléttu þegar fólk til dæmis fellur í hálku, rennur í bleytu á gólfi eða rekst í snúrur og verkfæri á gólfi og fall úr hæð, svo sem af verkpöllum, stigum eða borðum. Fall við vinnu, hvort sem fallið er á jafnsléttu eða úr hæð, getur valdið alvarlegum áverkum. Um 25 prósent af tilkynntum vinnuslysum á Íslandi eru vegna falls á jafnsléttu og er það ein algengasta tegund vinnuslysa sem tilkynnt er til Vinnueftirlitsins.
Hér má finna fræðsluefni og forvarnir vegna vinnu í hæð, ábendingar varðandi notkun á fallvarnarbúnaði, gerð áhættumats og fleira.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?