Vinnueftirlitið: Námskeið
Hvernig öðlast ég réttindi á vinnuvél?
Til að öðlast vinnuvélaréttindi þarf að ljúka bóklegu námskeiði í viðkomandi vinnuvélaflokki. Vinnueftirlitið heldur svokallað Frumnámskeið á minni vinnuvélar en einkaaðilarhalda námskeið á stærri vinnuvélar.
Eftir að hafa staðist bóklegt próf að námskeiði loknu fer fram verkleg þjálfun undir leiðsögn leiðbeinanda á vinnustað og að lokum er tekið verklegt próf á vegum Vinnueftirlitsins. Standist nemandi prófið er gefið út vinnuvélaskírteini fyrir þær vélar sem prófið tekur til.
Sýna þarf gild persónuskilríki með mynd fyrir bæði bóklegt og verklegt próf. Auk hefðbundinnar útgáfu á vinnuvélaskírteini er hægt að sækja um stafrænt vinnuvélaskírteini.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?