Vinnueftirlitið: Námskeið
Geta allir setið námskeiðið Þjónustuaðilar í vinnuvernd?
Námið er öllum opið sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu um vinnuvernd á vinnustöðum.
Þau sem sækjast eftir að fá viðurkenningu til að veita þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum þurfa jafnframt að uppfylla frekari skilyrði sem fram koma í 66. gr. a um aðbúnað, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um viðurkenningu þjónustuaðila og sérfræðinga sem veita atvinnurekendum þjónustu við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Vinnueftirlitinu er falið að meta og veita þeim viðurkenningu sem óska eftir að sinna slíkri þjónustu.
Skilyrði fyrir viðurkenningu er að hlutaðeigandi hafi að mati Vinnueftirlits ríkisins fullnægjandi þekking á heilbrigðissviði, í félagsvísindum, á tæknisviði eða öðrum sambærilegum sérsviðum sem nauðsynleg er til að starfsmenn þess séu færir um að meta og bregðast við hættum eða hvers konar öðrum óþægindum vegna vinnuvistfræðilegra þátta, svo sem eðlisfræðilegra, efnafræðilegra, líffræðilegra og sálfræðilegra þátta.
Unnt er að sækja um viðurkenningu til Vinnueftirlitsins sem metur þekkingu og færni umsækjanda áður en hann hefur námið. Uppfylli umsækjandi lagaleg skilyrði getur hann sótt námið.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?