Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Eru þið með vinnuvélanámskeið fyrir allar vinnuvélar?

Vinnueftirlitið heldur byggingakrananámskeið og frumnámskeið sem er fyrir minni vinnuvélar.

Frumnámskeiðið veitir bókleg réttindi á:
• Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni – J flokkur
• Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) – I flokkur
• Körfukrana og steypudælur – D flokkur
• Valtara – L flokkur
• Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag – M flokkur
• Hleðslukranar – P flokkur

Að loknu frumnámskeiði er hægt að skrá sig í verklegt próf.

Ökuskólar og aðrir sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins halda svokölluð grunnnámskeið sem veita réttindi í öllum vinnuvélaflokkum. Þeim lýkur með bóklegu prófi hjá viðkomandi ökuskóla sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?